Huldufólk 21. aldarinnar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. september 2017 09:30 Fátt er leiðinlegra fyrir unga stúlku en að sitja lengi í bíl sem hossast eftir hálfgerðri vegleysu klukkutímum saman. Þetta var þó hlutskipti eldri dóttur minnar í mörg ár þar sem við fórum oft vestur á firði. Til að létta undir með henni sagði ég henni sögur af álfum og huldufólki og til þess að ýta enn undir skemmtanagildið sagði ég að ef við stoppuðum uppi á Hjallahálsi myndum við eflaust sjá huldufólki bregða fyrir. Í það minnsta gætum við heyrt í því ef við settum eyrun upp í vindinn. Þetta bætti stemninguna en þegar upp á hálsinn var komið varð ég líka að standa mína plikt og hefja huldufólksskoðun. Stelpan fór náttúrlega að skima í allar áttir og lagði vel við hlustir. En þá kom þar að þýsk kona á mjög svo klyfjuðu reiðhjóli. Fannst mér það skemmtileg nýlunda enda var þetta fyrir þá tíð að ekki varð þverfótað fyrir ferðafólki. Tókum við tal saman og var hún afar sæl með veru sína á Vestfjörðum. Svo kvaddi ég þessa mætu konu sem hjólaði fimlega suður á leið. Dóttir mín var hins vegar afar vonsvikin því ekki hafði sést tangur né tetur af huldufólki. Þá freistaðist ég til þess að spyrja: „Sástu konuna á hjólinu?“ Hún játti því. „Þetta var huldukona,“ sagði ég þá með dulúðlegum svip. Var þetta þá strax orðin hin mesta skemmtiferð. Eftir þetta horfði hún grunsemdaraugum á fólk sem talaði með þýskum hreim. Hún var svo orðin tólf ára þegar hún komst að því, sér til mikillar gremju, að það væri ekkert huldufólk uppi á Hjallahálsi heldur niðri í Teigsskógi. Eflaust verður því þó ekki vært þar nú þegar verið er að svipta hulunni af huldufólki 21. aldarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Fátt er leiðinlegra fyrir unga stúlku en að sitja lengi í bíl sem hossast eftir hálfgerðri vegleysu klukkutímum saman. Þetta var þó hlutskipti eldri dóttur minnar í mörg ár þar sem við fórum oft vestur á firði. Til að létta undir með henni sagði ég henni sögur af álfum og huldufólki og til þess að ýta enn undir skemmtanagildið sagði ég að ef við stoppuðum uppi á Hjallahálsi myndum við eflaust sjá huldufólki bregða fyrir. Í það minnsta gætum við heyrt í því ef við settum eyrun upp í vindinn. Þetta bætti stemninguna en þegar upp á hálsinn var komið varð ég líka að standa mína plikt og hefja huldufólksskoðun. Stelpan fór náttúrlega að skima í allar áttir og lagði vel við hlustir. En þá kom þar að þýsk kona á mjög svo klyfjuðu reiðhjóli. Fannst mér það skemmtileg nýlunda enda var þetta fyrir þá tíð að ekki varð þverfótað fyrir ferðafólki. Tókum við tal saman og var hún afar sæl með veru sína á Vestfjörðum. Svo kvaddi ég þessa mætu konu sem hjólaði fimlega suður á leið. Dóttir mín var hins vegar afar vonsvikin því ekki hafði sést tangur né tetur af huldufólki. Þá freistaðist ég til þess að spyrja: „Sástu konuna á hjólinu?“ Hún játti því. „Þetta var huldukona,“ sagði ég þá með dulúðlegum svip. Var þetta þá strax orðin hin mesta skemmtiferð. Eftir þetta horfði hún grunsemdaraugum á fólk sem talaði með þýskum hreim. Hún var svo orðin tólf ára þegar hún komst að því, sér til mikillar gremju, að það væri ekkert huldufólk uppi á Hjallahálsi heldur niðri í Teigsskógi. Eflaust verður því þó ekki vært þar nú þegar verið er að svipta hulunni af huldufólki 21. aldarinnar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun