Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 13:54 Fleiri stjórnendur hjá Equifax hafa verið látnir fara eftir gagnalekann. Vísir/EPA Bandaríska lánshæfisfyrirtækisins Equifax hefur tilkynnt að Richard Smith, forstjóri þess, ætli að stíga til hliðar. Greint var frá stórfelldum stuldi á persónuupplýsingum um viðskiptavini Equifax fyrr í þessum mánuði og hafa viðbrögð fyrirtækisins verið harðlega gagnrýnd. Kennitölur, fæðingardagar og heimilisföng um 143 milljónir bandarískra viðskiptavina voru á meðal gagna sem tölvuþrjótar komust yfir þegar þeir brutust inn í tölvukerfi Equifax í sumar. Það er nærri því helmingur landsmanna. Fyrirtækið greindi hins vegar ekki frá gagnalekanum fyrr en í þessum mánuði. Viðskiptavinir og þingmenn hafa gagnrýnt stjórnendur Equifax harðlega og hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á viðbrögðum þeirra. Þannig hefur verið greint frá því að æðstu stjórnendur Equifax hafi selt hlutabréf sín í fyrirtækinu í töluverðum mæli skömmu áður en greint var opinberlega frá tölvuinnbrotinu, að sögn Washington Post. Þá kom einnig í ljós að fyrirtækið beindi viðskiptavinum sínum á ranga vefsíðu sem tölvuþrjótar höfðu sett upp og átti að líkjast síðu Equifax vegna gagnalekans. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska lánshæfisfyrirtækisins Equifax hefur tilkynnt að Richard Smith, forstjóri þess, ætli að stíga til hliðar. Greint var frá stórfelldum stuldi á persónuupplýsingum um viðskiptavini Equifax fyrr í þessum mánuði og hafa viðbrögð fyrirtækisins verið harðlega gagnrýnd. Kennitölur, fæðingardagar og heimilisföng um 143 milljónir bandarískra viðskiptavina voru á meðal gagna sem tölvuþrjótar komust yfir þegar þeir brutust inn í tölvukerfi Equifax í sumar. Það er nærri því helmingur landsmanna. Fyrirtækið greindi hins vegar ekki frá gagnalekanum fyrr en í þessum mánuði. Viðskiptavinir og þingmenn hafa gagnrýnt stjórnendur Equifax harðlega og hafa alríkisyfirvöld hafið rannsókn á viðbrögðum þeirra. Þannig hefur verið greint frá því að æðstu stjórnendur Equifax hafi selt hlutabréf sín í fyrirtækinu í töluverðum mæli skömmu áður en greint var opinberlega frá tölvuinnbrotinu, að sögn Washington Post. Þá kom einnig í ljós að fyrirtækið beindi viðskiptavinum sínum á ranga vefsíðu sem tölvuþrjótar höfðu sett upp og átti að líkjast síðu Equifax vegna gagnalekans.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira