Handbolti

Valsmenn áfram þrátt fyrir tap í seinni leiknum | Sjáðu myndir úr Valshöllinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leiknum á Hlíðarenda í dag.
Úr leiknum á Hlíðarenda í dag.
Valsmenn komust áfram í EHF-bikarnum þrátt fyrir 30-31 tap í seinni leiknum gegn ítalska félaginu SSV Bozen í dag en sjö marka sigur Valsmanna í gær þýðir að þeir komust nokkuð auðveldlega áfram í næstu umferð.

Valsmenn unnu fyrri leik liðanna í gær 34-27 í gær og var staðan því afar góð en spilamennska Valsmanna var afar kaflaskipt í kvöld. Lentu þeir í vandræðum með róteringuna á leikmönnum en þeir reyndu að dreifa álaginu vel þar sem staðan var góð.

Framan af voru Valsmenn sterkari og leiddu í hálfleik 17-16 en ítalska liðið náði að vinna sig inn í leikinn í seinni hálfleik og stela sigrinum en það kom ekki að sök, einvíginu lauk með sex marka sigri Vals 64-58 sem mæta Balatonfüredi KSE í næstu umferð.

Verða því tvö íslensk félög í næstu umferð en FH mun mæta rússneska félaginu Saint Petersburg en Afturelding féll úr leik í gær eftir tap gegn Baekkelaget í Noregi.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Valshöllinni í dag og myndaði leikinn í albúminu sem sjá má hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×