Stjórnvöld í Kína, sem er stærsti bílamarkaður í heimi, ætla sér að banna framleiðslu og sölu bensín- og díselbíla á næstu árum.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær bannið á að taka gildi en aðstoðarráðherra iðnaðarmála í Kína sagði í samtali við Xinhua, ríkisfréttamiðilinn þar í landi, að verið væri að rannsaka hvernig best væri að hrinda stefnunni í framkvæmd.
Kínverjar framleiddu 28 milljónir bíla í fyrra, sem er nær þriðjungur af heimsframleiðslunni það árið.
Með þessu fylgja Kínverjar í fótspor Breta og Frakka sem hafa tilkynnt um svipaðar reglur eigi að taka gildi fyrir árið 2040.
Verði þetta að veruleika mun það einnig hafa áhrif á olíusölu í heiminum því Kínverjar eru í dag næststærsti olíunotandi í heiminum í dag, á eftir Bandaríkjamönnum.
