Hyundai i30 N er 275 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2017 14:58 Hyundai i30 N í Frankfurt. Hyundai hefur nú bæst við „Hot hatch“-bransann með tilkomu i30 N bílsins sem nú er sýndur á bílasýningunni í Frankfurt. Hyundai i30 N kemur inn á markað þar sem fyrir eru bílar eins og Golf R og Golf GTI, Renault Megane RS, Ford Focus RS og Peugeot 308 GTi, svo einhverjir séu nefndir. Hyundai i30 N virðist þó eiga fullt erindi í samkeppnina við þessa smáu kraftabíla, en i30 N er með 275 hestöfl undir húddinu, en einnig má fá hann í 250 hestafla útgáfu. Öflugri útgáfan er 6,2 sekúndur í hundraðið og sú aflminni 6,4. Hámarkshraði bílanna beggja er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Þó svo i30 N sé S-kóreskur var hann hannaður í Þýskalandi og prófanir og þróun hans fór einnig fram þar í landi. Þeir sem sáu um prófanir á Hyundai i30 N óku reynsluakstursbílum til dæmis alls 10.000 kílómetra á Nurburgring brautinni og því ætti Hyundai að vera komið með rétta stillingu á bílnum fyrir óvægan akstur. Til þess var jú leikurinn gerður, þ.e. að stilla fjöðrunina og stýringuna og aksturshjálparbúnað bílsins. Sala á Hyundai i30 N hefst fyrir lok þessa árs, en 100 fyrstu First Edition eintökin af bílnum seldust upp á innan við tveimur sólarhringum. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent
Hyundai hefur nú bæst við „Hot hatch“-bransann með tilkomu i30 N bílsins sem nú er sýndur á bílasýningunni í Frankfurt. Hyundai i30 N kemur inn á markað þar sem fyrir eru bílar eins og Golf R og Golf GTI, Renault Megane RS, Ford Focus RS og Peugeot 308 GTi, svo einhverjir séu nefndir. Hyundai i30 N virðist þó eiga fullt erindi í samkeppnina við þessa smáu kraftabíla, en i30 N er með 275 hestöfl undir húddinu, en einnig má fá hann í 250 hestafla útgáfu. Öflugri útgáfan er 6,2 sekúndur í hundraðið og sú aflminni 6,4. Hámarkshraði bílanna beggja er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Þó svo i30 N sé S-kóreskur var hann hannaður í Þýskalandi og prófanir og þróun hans fór einnig fram þar í landi. Þeir sem sáu um prófanir á Hyundai i30 N óku reynsluakstursbílum til dæmis alls 10.000 kílómetra á Nurburgring brautinni og því ætti Hyundai að vera komið með rétta stillingu á bílnum fyrir óvægan akstur. Til þess var jú leikurinn gerður, þ.e. að stilla fjöðrunina og stýringuna og aksturshjálparbúnað bílsins. Sala á Hyundai i30 N hefst fyrir lok þessa árs, en 100 fyrstu First Edition eintökin af bílnum seldust upp á innan við tveimur sólarhringum.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent