Hamilton: Um leið og fór að rigna vissi ég að ég myndi vinna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. september 2017 16:00 Lewis Hamilton fagnaði innilega eftir keppnina. Vísir/Getty Lewis Hamilton gerði allt rétt í dag. Hann jók forskot sitt á Sebastian Vettel upp í 28 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er magnað afrek hjá liðinu að ná í fyrsta og þriðja sæti hér. Guð blessaði mig í dag með þessu atviki Ferrari. Daniel [Ricciardo] barðist vel í dag. Ég er feginn að við náðum að landa þessu. Um leið og fór að rigna vissi ég að ég myndi vinna,“ sagði Hamilton sem vann í dag sína þriðju keppni í röð. „Ég kann vel við mig á þessari braut. Okkur skorti aðeins upp á hraðan í dag sem við höfðum á föstudag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð annar á Red Bull. „Auðvitað var þetta næstum fullkomin niðurstaða fyrir okkur úr því sem komið var. Það er enn nóg af tækifærum til að taka fram úr Sebastian [Vettel] í stigakeppni ökumanna,“ sagði Valtteri Bottas sem tókst að landa þriðja sætinu á Mercedes. „Fyrsta beygjan var ótrúleg og endirinn á keppninni var magnaður. Við erum greinilega á réttri leið. Lewis ók frábæra keppni í dag. Þetta var klárlega skref fram á við. Þetta var ekki slæmur dagur fyrir okkur,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.Árekstur í ræsingu.Vísir/Getty„Ég skil ekki hvernig Ferrari getur sagt að þetta atvik sé Max [Verstappen] að kenna. Ég held að það sé ekki nokkur leið til að rökstyðja það. Max hélt beinni línu og gat ekki einfaldlega látið sig hverfa. Daniel var að missa olíuþrýsting á gírkassanum og hann þurfti að halda því í skefjum næstum alla keppnina og hann stóð sig ótrúlega vel í að halda því gangandi“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Svona er kappakstur. Það er ekki annað hægt en að elska þessa íþrótt. Ég get bara reynt að ímynda mér hvað er að eiga sér stað í herbúðum Ferrari núna. Við bjuggumst ekki við að koma frá þessari með svona mikið af stigum en við þiggjum það,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta er ekki tilvalin niðurstaða. Ég sá ekki mikið, ég sá Max og svo sá ég bara Kimi koma inn í hliðina á mér. Mér þykir leitt að við getum ekki sýnt hraðann sem við töldum okkur hafa,“ sagði Sebastian Vettel á Ferrari eftir keppnina. „Ég held að aðstæður hafi ekki haft neitt með atvikið í ræsingunni að gera. Ég hefði ekki geta gert neitt til að breyta niðurstöðunni nema að eiga slaka ræsingu. Það er ekki mitt hlutverk,“ sagði Kimi Raikkonen á Ferrari eftir keppnina. Formúla Tengdar fréttir Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 17. september 2017 14:04 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. 16. september 2017 13:56 Vettel: Bíllinn kom til mín þegar leið á kvöldið Sebastian Vettel var fljótstur í tímatökunni í dag, hann átti svör við hraða Red Bull manna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. september 2017 14:32 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton gerði allt rétt í dag. Hann jók forskot sitt á Sebastian Vettel upp í 28 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er magnað afrek hjá liðinu að ná í fyrsta og þriðja sæti hér. Guð blessaði mig í dag með þessu atviki Ferrari. Daniel [Ricciardo] barðist vel í dag. Ég er feginn að við náðum að landa þessu. Um leið og fór að rigna vissi ég að ég myndi vinna,“ sagði Hamilton sem vann í dag sína þriðju keppni í röð. „Ég kann vel við mig á þessari braut. Okkur skorti aðeins upp á hraðan í dag sem við höfðum á föstudag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð annar á Red Bull. „Auðvitað var þetta næstum fullkomin niðurstaða fyrir okkur úr því sem komið var. Það er enn nóg af tækifærum til að taka fram úr Sebastian [Vettel] í stigakeppni ökumanna,“ sagði Valtteri Bottas sem tókst að landa þriðja sætinu á Mercedes. „Fyrsta beygjan var ótrúleg og endirinn á keppninni var magnaður. Við erum greinilega á réttri leið. Lewis ók frábæra keppni í dag. Þetta var klárlega skref fram á við. Þetta var ekki slæmur dagur fyrir okkur,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.Árekstur í ræsingu.Vísir/Getty„Ég skil ekki hvernig Ferrari getur sagt að þetta atvik sé Max [Verstappen] að kenna. Ég held að það sé ekki nokkur leið til að rökstyðja það. Max hélt beinni línu og gat ekki einfaldlega látið sig hverfa. Daniel var að missa olíuþrýsting á gírkassanum og hann þurfti að halda því í skefjum næstum alla keppnina og hann stóð sig ótrúlega vel í að halda því gangandi“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Svona er kappakstur. Það er ekki annað hægt en að elska þessa íþrótt. Ég get bara reynt að ímynda mér hvað er að eiga sér stað í herbúðum Ferrari núna. Við bjuggumst ekki við að koma frá þessari með svona mikið af stigum en við þiggjum það,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta er ekki tilvalin niðurstaða. Ég sá ekki mikið, ég sá Max og svo sá ég bara Kimi koma inn í hliðina á mér. Mér þykir leitt að við getum ekki sýnt hraðann sem við töldum okkur hafa,“ sagði Sebastian Vettel á Ferrari eftir keppnina. „Ég held að aðstæður hafi ekki haft neitt með atvikið í ræsingunni að gera. Ég hefði ekki geta gert neitt til að breyta niðurstöðunni nema að eiga slaka ræsingu. Það er ekki mitt hlutverk,“ sagði Kimi Raikkonen á Ferrari eftir keppnina.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 17. september 2017 14:04 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. 16. september 2017 13:56 Vettel: Bíllinn kom til mín þegar leið á kvöldið Sebastian Vettel var fljótstur í tímatökunni í dag, hann átti svör við hraða Red Bull manna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. september 2017 14:32 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 17. september 2017 14:04
Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. 16. september 2017 13:56
Vettel: Bíllinn kom til mín þegar leið á kvöldið Sebastian Vettel var fljótstur í tímatökunni í dag, hann átti svör við hraða Red Bull manna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. september 2017 14:32
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti