Subaru WRX STI fer Nürburgring undir 7 mínútum Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2017 15:15 Subaru WRX STI bíllinn í metslættinum á Nurburgring. Samkvæmt listanum yfir þá 100 bíla sem bestum tíma hafa náð á hinni 20 km löngu Nürburgring braut í Þýskalandi eru aðeins 6 bílar sem náð hafa undir 7 mínútum og metið á bíll með nafnið NextEV Nio EP9, eða 6:45,90 mínútur. Nýverið fór þó Subaru WRX STI bíll brautina á 6:57,60 og var með því sjöundi bíllinn sem fer brautina á styttri tíma en 7 mínútum. Þessi Subaru WRX er ekki óbreyttur bíll beint úr verksmiðjunum, því hann er til að mynda með 600 hestafla vél sem talsvert hefur verið átt við frá hinum verksmiðjuframleidda. Þessi vél bílsins er þó aðeins með 2,0 lítra sprengirými. Það verður að teljast nokkuð vel af sér vikið að ná svo til sama tíma og Porsche 918 Spyder ofurbíllinn, sem á 6:57,00 brautartíma. Ökumaður Subaru bílsins var Richie Stanaway. Sjá má Richie fara alla brautina í meðfylgjandi myndskeiði. Þar má sjá að bíllinn er margoft á yfir 200 km hraða og mest í 288 km hraða. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Samkvæmt listanum yfir þá 100 bíla sem bestum tíma hafa náð á hinni 20 km löngu Nürburgring braut í Þýskalandi eru aðeins 6 bílar sem náð hafa undir 7 mínútum og metið á bíll með nafnið NextEV Nio EP9, eða 6:45,90 mínútur. Nýverið fór þó Subaru WRX STI bíll brautina á 6:57,60 og var með því sjöundi bíllinn sem fer brautina á styttri tíma en 7 mínútum. Þessi Subaru WRX er ekki óbreyttur bíll beint úr verksmiðjunum, því hann er til að mynda með 600 hestafla vél sem talsvert hefur verið átt við frá hinum verksmiðjuframleidda. Þessi vél bílsins er þó aðeins með 2,0 lítra sprengirými. Það verður að teljast nokkuð vel af sér vikið að ná svo til sama tíma og Porsche 918 Spyder ofurbíllinn, sem á 6:57,00 brautartíma. Ökumaður Subaru bílsins var Richie Stanaway. Sjá má Richie fara alla brautina í meðfylgjandi myndskeiði. Þar má sjá að bíllinn er margoft á yfir 200 km hraða og mest í 288 km hraða.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent