Ísrael vann óvæntan sigur á Þýskalandi í B-riðli á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn hafði Þýskaland ekki tapað leik, og að sama skapi var Ísrael án sigurs.
Dennis Schröder var atkvæðamestur Þjóðverja með 20 stig og 7 stoðsendingar ásamt þremur stolnum boltum.
Richard Howell var besti maður vallarins með 23 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingar og heila 7 stolna bolta fyrir Ísrael.
Ítalir töpuðu sínum fyrsta leik á Evrópumótinu þegar þeir lágu 78-73 fyrir Litháum í dag.
Adas Juskevicius var stigahæstur Litháa í dag með 20 stig. Næstur kom Mindaugas Kuzminskas með 14 stig.
Bestur allra á vellinum í dag var hins vegar Ítalinn Luigi Datome. Hann skoraði 24 stig, tók 3 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal 2 boltum fyrir ítalska liðið.
Í fyrsta leik dagsins í riðlinum unnu Úkraínumenn 81-88 sigur á Georgíu. Það var fyrsti sigur Úkraínumanna á mótinu.
Artem Pustovyi var duglegastur allra fyrir Úkraínu, en hann skoraði 19 stig, tók 7 fráköst, gaf 2 stoðsenidngar og stal þremur boltum.
Í liði Georgíu voru Zaza Pachulia og Giorgi Shermadini báðir með 17 stig.
Ísrael náði óvæntum sigri á Þjóðverjum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti



Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn