164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2017 14:50 Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Ytri Rangá er enn sem komið er aflahæsta laxveiðiá landsins og það er nokkuð víst að hún heldur því sæti á þessu tímabili. Veiðin í ánni hefur verið fín í sumar og eru komnir um 4.800 laxar á land þegar talið var upp úr veiðibókunum í hádeginu í gær. Þær tölur áttu eftir að snarhækka og samkvæmt okkar heimildum við bakkann í Ytri er hún að detta yfir 5.000 laxa og það gæti vel gerst á kvöldvaktinni í dag. Frá og með seinni vaktinni í gær mátti svo einnig veiða á spún og maðk í Ytri Rangá. Allur dagurinn í gær gaf 208 laxa þar af gaf seinni parturinn 164 laxa. Eins og þekkt er, þá er alltaf handagangur í öskjunni þegar spúnninn og maðkurinn koma í ána. Má búast við að veiðitölur muni núna hækka hratt í Ytri Rangá. Mest lesið Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði
Ytri Rangá er enn sem komið er aflahæsta laxveiðiá landsins og það er nokkuð víst að hún heldur því sæti á þessu tímabili. Veiðin í ánni hefur verið fín í sumar og eru komnir um 4.800 laxar á land þegar talið var upp úr veiðibókunum í hádeginu í gær. Þær tölur áttu eftir að snarhækka og samkvæmt okkar heimildum við bakkann í Ytri er hún að detta yfir 5.000 laxa og það gæti vel gerst á kvöldvaktinni í dag. Frá og með seinni vaktinni í gær mátti svo einnig veiða á spún og maðk í Ytri Rangá. Allur dagurinn í gær gaf 208 laxa þar af gaf seinni parturinn 164 laxa. Eins og þekkt er, þá er alltaf handagangur í öskjunni þegar spúnninn og maðkurinn koma í ána. Má búast við að veiðitölur muni núna hækka hratt í Ytri Rangá.
Mest lesið Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði