30% aukning bílasölu í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 10:02 Aukningin í bílasölu er 13,7% það sem af er ári. Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður
Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður