30% aukning bílasölu í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 10:02 Aukningin í bílasölu er 13,7% það sem af er ári. Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent
Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent