30% aukning bílasölu í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 10:02 Aukningin í bílasölu er 13,7% það sem af er ári. Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent
Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent