Jeep nær sjöfaldar söluna á 9 árum Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 14:15 Jeep Wrangler er einn vinsælla bíla Jeep merkisins. Það bílamerki Fiat Chrysler bílasamstæðunnar sem gengið hefur best á undanförnum árum er Jeep. Þar á bæ voru framleiddir 300.000 bílar árið 2009, en Fiat Chrysler býst við að framleiða rétt um 2 milljónir Jeep bíla á næsta ári. Það er næstum sjöföldun á framleiðslu Jeep bíla á aðeins 9 árum og vöxturinn frá þessu ári til næsta árs yrði 30%. Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne, sér þó ekki fyrir sér að þessi miklu vöxtur muni hægja á sér og spáir því að sala Jeep bíla geti hæglega farið í 7 milljónir bíla á ári, enda sjái ekki fyrir endann á síaukinni eftirspurn eftir jepplingum og jeppum. Til samanburðar framleiddi Ford 6,7 milljónir bíla í fyrra. Jeep merkið meira virði en öll hin merki FCA Ef þessi spá Marchionne gengi eftir yrði Jeep eitt af stærstu bílamerkjum í heimi, þó það seint muni ná Toyota og Volkswagen, sem hvort um sig framleiddi um 10 milljónir bíla í fyrra. Virði Jeep merkisins er mikið og talið meira virði en öll önnur bílamerki Fiat Chrysler samstæðunnar, en þar teljast einnig bílamerkin Dodge, RAM, Alfa Romeo og Maserati, auk Fiat og Chrysler merkjanna. Því er það ekki talið koma til greina að FCA Fiat Chrysler muni selja Jeep merkið eitt og sér, því fyrir vikið myndi aðeins eftir standa samstæða bílamerkja sem ekki hefði mikið aðdráttarafl né söluvirði. Forstjórinn Marchionne hefur lengi lýst yfir áhuga fyrirtækisins á að renna saman við annan stóran bílaframleiðanda til að ná fram stærðarhagkvæmni, eða selja fyrirtækið. Það yrði þó aðeins gert í heilu lagi miðað við þessar fréttir. Eins og kemur fram í annarri grein í blaðinu hefur kínverski bílaframleiðandinn Great Wall lýst yfir áhuga á kaupum á FCA Fiat Chrysler, eða Jeep merkinu einu. Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent
Það bílamerki Fiat Chrysler bílasamstæðunnar sem gengið hefur best á undanförnum árum er Jeep. Þar á bæ voru framleiddir 300.000 bílar árið 2009, en Fiat Chrysler býst við að framleiða rétt um 2 milljónir Jeep bíla á næsta ári. Það er næstum sjöföldun á framleiðslu Jeep bíla á aðeins 9 árum og vöxturinn frá þessu ári til næsta árs yrði 30%. Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne, sér þó ekki fyrir sér að þessi miklu vöxtur muni hægja á sér og spáir því að sala Jeep bíla geti hæglega farið í 7 milljónir bíla á ári, enda sjái ekki fyrir endann á síaukinni eftirspurn eftir jepplingum og jeppum. Til samanburðar framleiddi Ford 6,7 milljónir bíla í fyrra. Jeep merkið meira virði en öll hin merki FCA Ef þessi spá Marchionne gengi eftir yrði Jeep eitt af stærstu bílamerkjum í heimi, þó það seint muni ná Toyota og Volkswagen, sem hvort um sig framleiddi um 10 milljónir bíla í fyrra. Virði Jeep merkisins er mikið og talið meira virði en öll önnur bílamerki Fiat Chrysler samstæðunnar, en þar teljast einnig bílamerkin Dodge, RAM, Alfa Romeo og Maserati, auk Fiat og Chrysler merkjanna. Því er það ekki talið koma til greina að FCA Fiat Chrysler muni selja Jeep merkið eitt og sér, því fyrir vikið myndi aðeins eftir standa samstæða bílamerkja sem ekki hefði mikið aðdráttarafl né söluvirði. Forstjórinn Marchionne hefur lengi lýst yfir áhuga fyrirtækisins á að renna saman við annan stóran bílaframleiðanda til að ná fram stærðarhagkvæmni, eða selja fyrirtækið. Það yrði þó aðeins gert í heilu lagi miðað við þessar fréttir. Eins og kemur fram í annarri grein í blaðinu hefur kínverski bílaframleiðandinn Great Wall lýst yfir áhuga á kaupum á FCA Fiat Chrysler, eða Jeep merkinu einu.
Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent