Nýr Audi A8 með 23 hátalara og 1.920 wött Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 15:30 Nýr Audi A8 er ekki dónalegur útlits og sannkölluð lúxuskerra. Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent
Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent