Bjóða farþegum að stinga sér til sunds Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2017 07:42 Svona mun sundlaugin koma til með að líta út. Punta Cana Farþegar sem eiga leið um alþjóðaflugvöllinn Punta Cana í Dóminíkanska lýðveldinu á næstunni ættu að hafa sundfötin í handfarangrinum. Frá og með desember næstkomandi geta gestir nýrrar viðhafnarsetustofu flugvallarins stungið sér til sunds meðan horft er yfir flugbrautirnar. Nýja setustofan verður sú þriðja á vellinum en þær sem fyrir eru eru sagðar öllu hefðbundnari. Stærð laugarinnar, hvað kostar að dýfa sér í hana og önnur slík smáatriði liggja ekki fyrir að svo stöddu en kynningar er að vænta frá fyrirtækinu sem rekur völlinn. Þegar Punta Cana var vígður árið 1983 varð hann fyrsti einkarekni flugvöllurinn í heiminum. Hann hefur fært verulega út kvíarnar á síðustu árum þökk sé auknum ferðamannastraumi til Dóminíkanska lýðveldisins. Flugvöllurinn í Punta Cana verður þó ekki sá fyrsti til að búa yfir sundlaug. Changi flugvöllurinn í Singapúr, sem valinn hefur verið besti flugvöllur heims undanfarin 5 ár, skartar sundlaug á þaki flugstöðvar 1. Þar kostar um 1400 íslenskar krónur að fara í laugina en þar má jafnframt finna heita potta, sundlaugarbar og sturtur.@PUJAirport continues to expand! Bring your for your last minutes in paradise. December 2017, new #VIPLounge. #PuntaCana #Airport pic.twitter.com/6YTJuL98cF— Puntacana Resort (@PUNTACANARESORT) August 9, 2017 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Farþegar sem eiga leið um alþjóðaflugvöllinn Punta Cana í Dóminíkanska lýðveldinu á næstunni ættu að hafa sundfötin í handfarangrinum. Frá og með desember næstkomandi geta gestir nýrrar viðhafnarsetustofu flugvallarins stungið sér til sunds meðan horft er yfir flugbrautirnar. Nýja setustofan verður sú þriðja á vellinum en þær sem fyrir eru eru sagðar öllu hefðbundnari. Stærð laugarinnar, hvað kostar að dýfa sér í hana og önnur slík smáatriði liggja ekki fyrir að svo stöddu en kynningar er að vænta frá fyrirtækinu sem rekur völlinn. Þegar Punta Cana var vígður árið 1983 varð hann fyrsti einkarekni flugvöllurinn í heiminum. Hann hefur fært verulega út kvíarnar á síðustu árum þökk sé auknum ferðamannastraumi til Dóminíkanska lýðveldisins. Flugvöllurinn í Punta Cana verður þó ekki sá fyrsti til að búa yfir sundlaug. Changi flugvöllurinn í Singapúr, sem valinn hefur verið besti flugvöllur heims undanfarin 5 ár, skartar sundlaug á þaki flugstöðvar 1. Þar kostar um 1400 íslenskar krónur að fara í laugina en þar má jafnframt finna heita potta, sundlaugarbar og sturtur.@PUJAirport continues to expand! Bring your for your last minutes in paradise. December 2017, new #VIPLounge. #PuntaCana #Airport pic.twitter.com/6YTJuL98cF— Puntacana Resort (@PUNTACANARESORT) August 9, 2017
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira