Breska verslanakeðjan Co-Op er sú síðasta í röð verslana sem ákveðið hafa að rukka ekki viðskiptavini um svokallaðan „túrskatt“. Skatturinn er lagður á dömubindi og túrtappa þar sem vörurnar flokkast sem lúxusvörur.
Verðið á vörunum mun lækka um fimm prósent frá og með mánaðarlokum og mun verslunin þannig niðurgreiða þær. Á síðustu vikum hafa Tesco, Waitrose og Morrisons tekið sömu ákvörðun að því er fram kemur í frétt City A.M. um málið.
Stefnt er að því að skatturinn verði lagður af á næsta ári samkvæmt löggjöf sem verið er að vinna að í evrópska þinginu. Bresku verslanirnar hafa hins vegar tekið forskot á sæluna með því að bjóða strax lægra verð. Áður hafði skatturinn verið lækkaður úr tuttugu prósentum í fimm prósent.
Breskar búðir afnema túrskattinn

Tengdar fréttir

Vilja að túrskattur verði lækkaður
Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent.

Túrskattur heyrir sögunni til í New York
Sex ríki í Bandaríkjunum hafa afnumið skatt á nauðsynlegar hreinlætisvörur fyrir konur en ekkert bólar á breytingum hér á landi.