Ólýsanlegt að gera þetta með ÍBV Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, lyftir Borgunarbikarnum. mynd/hafliði breiðfjörð Þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson sneri aftur til ÍBV fyrir tveimur árum sagði hann að það eina sem hann ætti eftir að afreka á ferlinum væri að vinna titil með ÍBV. Hann gat strikað það af listanum á laugardaginn. Gunnar Heiðar skoraði þá eina markið í 1-0 sigri ÍBV á FH í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli. Þetta var í fimmta sinn sem ÍBV verður bikarmeistari og í fyrsta sinn síðan 1998 sem liðið vinnur stóran titil. Langri bið eftir titli lauk því á laugardaginn.„Við erum í skýjunum með þetta og við erum vel að þessu komnir,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Að hans sögn fengu bikarmeistararnir höfðinglegar móttökur í Eyjum á laugardagskvöldið. „Þetta var ótrúlegt. Þegar maður bjó úti sá maður móttökurnar sem handboltaliðið fékk og gerði sér einhverja grein fyrir hvernig þetta væri. En þetta var miklu meira og flottara en það.“ Eftir að hafa orðið markakóngur Landsbankadeildarinnar með silfurliði ÍBV 2004 hélt Gunnar Heiðar út í atvinnumennsku. Hann lék í alls ellefu ár erlendis, með níu félögum í sex löndum. Hann sneri aftur til ÍBV um mitt sumar 2015 og er núna kominn með titil á ferilskrána. Gunnar Heiðar, sem er 35 ára, segir þá tilfinningu að vinna titil með uppeldisfélagi sínu afar góða. „Ég held að það sé örugglega enn sætara að vinna titil með sínu uppeldisfélagi en öðru félagi. Ég þekki það reyndar ekki, þetta var minn fyrsti titill. Að hafa gert þetta með ÍBV er ólýsanlegt. Ég gæti ekki verið sáttari,“ sagði Gunnar Heiðar.Gunnar Heiðar fagnar marki sínu í bikarúrslitaleiknum.mynd/hafliði breiðfjörðEyjamenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleiknum í bikarúrslitaleiknum og leiddu 1-0 í hálfleik. FH-ingar sóttu stíft fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik en Eyjamenn stóðust áhlaupið. Og á lokamínútunum voru þeir líklegri til að bæta við en FH-ingar að jafna. „Eftir að við unnum Stjörnuna hugsaði ég hvort ég vildi frekar fá FH eða Leikni R. í úrslitaleiknum. Það voru plúsar og mínusar við bæði lið en mig langaði eiginlega frekar að mæta FH. Við höfum haft góð tök á þeim síðustu ár. Við vitum hvernig þeir spila og það hentar okkar kerfi vel. Svo hentar það okkur vel þegar allir eru búnir að afskrifa okkur,“ sagði Gunnar Heiðar. „Við vildum halda kerfinu okkar en gerðum smá tilfærslur. Við vildum láta vængbakverðina okkar loka á kantmennina þeirra og reyna frekar að láta bakverðina fá boltann og láta þá spila inn á miðjuna þar sem við erum þéttir fyrir. Svo þurftum við að treysta á skyndisóknir. Eftir smá tíma fundum við taktinn og héldum boltanum vel. Við sýndum að við erum með gott lið og leikáætlun okkar gekk eiginlega fullkomlega upp.“Emil Pálsson sækir að Gunnari Heiðari.mynd/hafliði breiðfjörðÞótt ÍBV sé bikarmeistari er staða liðsins í Pepsi-deildinni ekki góð. Eyjamenn sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 13 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Gunnar Heiðar segir að það hafi lítið vantað upp á hjá ÍBV í mörgum deildarleikjum í sumar. „Auðvitað er þetta svolítið sérstakt. En þegar maður lítur heilt yfir á þessa leiki hafa þeir verið jafnir og við með þá í hendi okkar. Svo missum við þá frá okkur með barnalegum mistökum,“ sagði Gunnar Heiðar og benti á síðustu tvo deildarleiki ÍBV sem enduðu báðir með jafntefli. Auk þess að vera leikmaður ÍBV er Gunnar Heiðar aðstoðarmaður Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara liðsins. Hann ber honum vel söguna. „Ég held að allir séu sammála um að hann sé svolítið sérstakur karakter. En hann passar mjög vel inn í þetta hjá okkur í ÍBV. Hann er taktískt klókur og hefur mikið vit á þessu,“ sagði Gunnar Heiðar. En er hann byrjaður að skilja Kristján?Kristján Guðmundsson, þjálfari bikarmeistara ÍBV.Vísir/Eyþór„Ég skildi hann tiltölulega fljótt. Ég þurfti að aðlagast alls konar menningu og alls konar týpum í þessi ellefu ár sem ég var úti og var fljótur að ná Kristjáni.“ Gunnar Heiðar hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og er kominn með sjö mörk í deild og bikar í sumar. Hann nýtur þess að vera heill heilsu og spila af krafi. „Þetta er ótrúlega ljúft en hefur kostað þvílíka vinnu. Ég var byrjaður að finna taktinn eftir að ég kom heim en fljótlega meiddist ég og var á annarri löppinni síðustu leikina til að hjálpa liðinu að halda sér uppi. Allt síðasta ár var ég eiginlega úti, fór í uppskurð, var lengi að koma til baka og komst aldrei í almennilegt form. Ég hef svo tekið góðan tíma og unnið samviskusamlega að því að koma mér í gang fyrir þetta tímabil,“ sagði Gunnar Heiðar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson sneri aftur til ÍBV fyrir tveimur árum sagði hann að það eina sem hann ætti eftir að afreka á ferlinum væri að vinna titil með ÍBV. Hann gat strikað það af listanum á laugardaginn. Gunnar Heiðar skoraði þá eina markið í 1-0 sigri ÍBV á FH í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli. Þetta var í fimmta sinn sem ÍBV verður bikarmeistari og í fyrsta sinn síðan 1998 sem liðið vinnur stóran titil. Langri bið eftir titli lauk því á laugardaginn.„Við erum í skýjunum með þetta og við erum vel að þessu komnir,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Að hans sögn fengu bikarmeistararnir höfðinglegar móttökur í Eyjum á laugardagskvöldið. „Þetta var ótrúlegt. Þegar maður bjó úti sá maður móttökurnar sem handboltaliðið fékk og gerði sér einhverja grein fyrir hvernig þetta væri. En þetta var miklu meira og flottara en það.“ Eftir að hafa orðið markakóngur Landsbankadeildarinnar með silfurliði ÍBV 2004 hélt Gunnar Heiðar út í atvinnumennsku. Hann lék í alls ellefu ár erlendis, með níu félögum í sex löndum. Hann sneri aftur til ÍBV um mitt sumar 2015 og er núna kominn með titil á ferilskrána. Gunnar Heiðar, sem er 35 ára, segir þá tilfinningu að vinna titil með uppeldisfélagi sínu afar góða. „Ég held að það sé örugglega enn sætara að vinna titil með sínu uppeldisfélagi en öðru félagi. Ég þekki það reyndar ekki, þetta var minn fyrsti titill. Að hafa gert þetta með ÍBV er ólýsanlegt. Ég gæti ekki verið sáttari,“ sagði Gunnar Heiðar.Gunnar Heiðar fagnar marki sínu í bikarúrslitaleiknum.mynd/hafliði breiðfjörðEyjamenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleiknum í bikarúrslitaleiknum og leiddu 1-0 í hálfleik. FH-ingar sóttu stíft fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik en Eyjamenn stóðust áhlaupið. Og á lokamínútunum voru þeir líklegri til að bæta við en FH-ingar að jafna. „Eftir að við unnum Stjörnuna hugsaði ég hvort ég vildi frekar fá FH eða Leikni R. í úrslitaleiknum. Það voru plúsar og mínusar við bæði lið en mig langaði eiginlega frekar að mæta FH. Við höfum haft góð tök á þeim síðustu ár. Við vitum hvernig þeir spila og það hentar okkar kerfi vel. Svo hentar það okkur vel þegar allir eru búnir að afskrifa okkur,“ sagði Gunnar Heiðar. „Við vildum halda kerfinu okkar en gerðum smá tilfærslur. Við vildum láta vængbakverðina okkar loka á kantmennina þeirra og reyna frekar að láta bakverðina fá boltann og láta þá spila inn á miðjuna þar sem við erum þéttir fyrir. Svo þurftum við að treysta á skyndisóknir. Eftir smá tíma fundum við taktinn og héldum boltanum vel. Við sýndum að við erum með gott lið og leikáætlun okkar gekk eiginlega fullkomlega upp.“Emil Pálsson sækir að Gunnari Heiðari.mynd/hafliði breiðfjörðÞótt ÍBV sé bikarmeistari er staða liðsins í Pepsi-deildinni ekki góð. Eyjamenn sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 13 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Gunnar Heiðar segir að það hafi lítið vantað upp á hjá ÍBV í mörgum deildarleikjum í sumar. „Auðvitað er þetta svolítið sérstakt. En þegar maður lítur heilt yfir á þessa leiki hafa þeir verið jafnir og við með þá í hendi okkar. Svo missum við þá frá okkur með barnalegum mistökum,“ sagði Gunnar Heiðar og benti á síðustu tvo deildarleiki ÍBV sem enduðu báðir með jafntefli. Auk þess að vera leikmaður ÍBV er Gunnar Heiðar aðstoðarmaður Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara liðsins. Hann ber honum vel söguna. „Ég held að allir séu sammála um að hann sé svolítið sérstakur karakter. En hann passar mjög vel inn í þetta hjá okkur í ÍBV. Hann er taktískt klókur og hefur mikið vit á þessu,“ sagði Gunnar Heiðar. En er hann byrjaður að skilja Kristján?Kristján Guðmundsson, þjálfari bikarmeistara ÍBV.Vísir/Eyþór„Ég skildi hann tiltölulega fljótt. Ég þurfti að aðlagast alls konar menningu og alls konar týpum í þessi ellefu ár sem ég var úti og var fljótur að ná Kristjáni.“ Gunnar Heiðar hefur verið iðinn við kolann að undanförnu og er kominn með sjö mörk í deild og bikar í sumar. Hann nýtur þess að vera heill heilsu og spila af krafi. „Þetta er ótrúlega ljúft en hefur kostað þvílíka vinnu. Ég var byrjaður að finna taktinn eftir að ég kom heim en fljótlega meiddist ég og var á annarri löppinni síðustu leikina til að hjálpa liðinu að halda sér uppi. Allt síðasta ár var ég eiginlega úti, fór í uppskurð, var lengi að koma til baka og komst aldrei í almennilegt form. Ég hef svo tekið góðan tíma og unnið samviskusamlega að því að koma mér í gang fyrir þetta tímabil,“ sagði Gunnar Heiðar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira