Farið að vanta hressilegar rigningar Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2017 09:00 Haustið er tími stóru hængana Mynd: KL Veiðitímabilið sígur hægt og rólega á seinni helminginn en hann getur þó oft verið mjög gjöfull. Það sem þó þarf að lagast til að takan fari í gang seinni part ágúst eru hraustlegar rigningar og helst í nokkra daga. Takan við þau skilyrði getur oft tekið góðann kipp og það er ekkert leiðinlegt að vera í haustveiði við þær aðstæður. Flestar árnar í Borgarfirði sem dæmi hafa fengið ágætar laxagöngur í sumar en með lækkandi vatni hefur veiðin tekið nokkra dýfu. Með góðum rigningum hækkar vatnið eins og gefur að skilja ásamt því að súrefni eykst í því og við þær aðstæður er eins og laxinn vakni eftir svefn. Hann fer að færa sig um ánna og við þær aðstæður er oft hægt að gera frábæra veiði. Það er að vísu ekki nema um tvær vikur eftir af veiðitímanum í ánum sem opna í byrjun júní en árnar þar sem veitt er inní september eins og Þverá, Kjarrá, Langá og Haffjarðará gætu átt flotta haustdaga um leið og fyrstu góðu úrhellisdagarnir bresta á. Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði
Veiðitímabilið sígur hægt og rólega á seinni helminginn en hann getur þó oft verið mjög gjöfull. Það sem þó þarf að lagast til að takan fari í gang seinni part ágúst eru hraustlegar rigningar og helst í nokkra daga. Takan við þau skilyrði getur oft tekið góðann kipp og það er ekkert leiðinlegt að vera í haustveiði við þær aðstæður. Flestar árnar í Borgarfirði sem dæmi hafa fengið ágætar laxagöngur í sumar en með lækkandi vatni hefur veiðin tekið nokkra dýfu. Með góðum rigningum hækkar vatnið eins og gefur að skilja ásamt því að súrefni eykst í því og við þær aðstæður er eins og laxinn vakni eftir svefn. Hann fer að færa sig um ánna og við þær aðstæður er oft hægt að gera frábæra veiði. Það er að vísu ekki nema um tvær vikur eftir af veiðitímanum í ánum sem opna í byrjun júní en árnar þar sem veitt er inní september eins og Þverá, Kjarrá, Langá og Haffjarðará gætu átt flotta haustdaga um leið og fyrstu góðu úrhellisdagarnir bresta á.
Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði