Hnúðlaxar veiðast í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2017 14:28 Sigþór með hnúðlax úr Soginu. Hnúðlaxar hafa verið að veiðast í Soginu upp á síðkastið og það hafa sést fleiri í ánni en veiðimenn hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Sigþór Hreggviðsson var við veiðar í Soginu og hann ásamt félögum sínum veiddu tvo hnúðlaxa en við vitum um að minnsta kosti fjóra í viðbót sem hafa veiðst í ánni. Það má þess vegna reikna með að það sé nokkuð um hnúðlaxa í Soginu. "Við fengum fimm laxa plús tvo Hnúðlaxa, misstum þann þriðja" sagði Sigþór í samtali við Veiðivísi. Þeir félagar fengu einnig nokkuð af bleikju, urriða og 3 kg sjóbirting. "Það er mjög mikið af fallegri bleikju á svæðinu öllu. Við vorum í þrjá daga og má segja að ekkert laxalíf hafi verið fyrir neðan Neðrigarð. Á þriðjudags hádegi 1/8 var búið að skrá 25 laxa auk 2 Hnúðlaxa. Slatti af silung en það er ekki algengt að mínu mati að fólk leggi sig mikið eftir honum. Hnúðlaxarnir fengust á Bíldsfell breiðu og í Útfallinu, báðir voru um 1,3 kg" nætir Sigþór við. Besti tíminn er framundan á Bíldsfellinu en veiðimenn sem veiða hnúðlaxa í Soginu sem og öðrum ám á landinu eru benir um að skila sýnum eða löxunum til Veiðimálastofnunar. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði
Hnúðlaxar hafa verið að veiðast í Soginu upp á síðkastið og það hafa sést fleiri í ánni en veiðimenn hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Sigþór Hreggviðsson var við veiðar í Soginu og hann ásamt félögum sínum veiddu tvo hnúðlaxa en við vitum um að minnsta kosti fjóra í viðbót sem hafa veiðst í ánni. Það má þess vegna reikna með að það sé nokkuð um hnúðlaxa í Soginu. "Við fengum fimm laxa plús tvo Hnúðlaxa, misstum þann þriðja" sagði Sigþór í samtali við Veiðivísi. Þeir félagar fengu einnig nokkuð af bleikju, urriða og 3 kg sjóbirting. "Það er mjög mikið af fallegri bleikju á svæðinu öllu. Við vorum í þrjá daga og má segja að ekkert laxalíf hafi verið fyrir neðan Neðrigarð. Á þriðjudags hádegi 1/8 var búið að skrá 25 laxa auk 2 Hnúðlaxa. Slatti af silung en það er ekki algengt að mínu mati að fólk leggi sig mikið eftir honum. Hnúðlaxarnir fengust á Bíldsfell breiðu og í Útfallinu, báðir voru um 1,3 kg" nætir Sigþór við. Besti tíminn er framundan á Bíldsfellinu en veiðimenn sem veiða hnúðlaxa í Soginu sem og öðrum ám á landinu eru benir um að skila sýnum eða löxunum til Veiðimálastofnunar.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði