Legoland færir út kvíarnar 5. ágúst 2017 06:00 Legoland í Malasíu. vísir/epa Mikill vöxtur hefur verið í rekstri Legoland-garðanna á fyrstu sex mánuðum ársins. Nýr skemmtigarður var opnaður og eldri skemmtigarðar hafa vaxið og dafnað. Þetta sýnir nýr árshlutareikningur Merlin Entertainments Group, eiganda Legoland, sem vísað er í á vef Danmarks Radio. „Heimsóknum hefur fjölgað í alla garðana okkar,“ segir í tilkynningu með árshlutareikningnum. Við nutum góðs af sterkum páskum, góðum vörum og tekjum af myndinni The Lego Batman Movie,“ segir í tilkynningunni. Nýr Lego-skemmtigarður var opnaður í Japan í apríl. Nú þegar hafa milljón manns heimsótt garðinn og meira en 70 þúsund árskort verið seld. Rekstrarhagnaður af Lego-skemmtigörðunum nam 700 milljónum danskra króna á fyrri hluta ársins. Það jafngildir átta milljörðum íslenskra. Það er aukning um 29 prósent frá fyrra ári. Til stendur að halda áfram að færa út kvíarnar og verða tveir nýir skemmtigarðar opnaðir fyrir árið 2020. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Iceland opnar í stærra rými 4. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í rekstri Legoland-garðanna á fyrstu sex mánuðum ársins. Nýr skemmtigarður var opnaður og eldri skemmtigarðar hafa vaxið og dafnað. Þetta sýnir nýr árshlutareikningur Merlin Entertainments Group, eiganda Legoland, sem vísað er í á vef Danmarks Radio. „Heimsóknum hefur fjölgað í alla garðana okkar,“ segir í tilkynningu með árshlutareikningnum. Við nutum góðs af sterkum páskum, góðum vörum og tekjum af myndinni The Lego Batman Movie,“ segir í tilkynningunni. Nýr Lego-skemmtigarður var opnaður í Japan í apríl. Nú þegar hafa milljón manns heimsótt garðinn og meira en 70 þúsund árskort verið seld. Rekstrarhagnaður af Lego-skemmtigörðunum nam 700 milljónum danskra króna á fyrri hluta ársins. Það jafngildir átta milljörðum íslenskra. Það er aukning um 29 prósent frá fyrra ári. Til stendur að halda áfram að færa út kvíarnar og verða tveir nýir skemmtigarðar opnaðir fyrir árið 2020.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Iceland opnar í stærra rými 4. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira