Rigningar næstu daga kæta laxveiðimenn Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2017 12:00 Það hefur verið sólríkt síðustu tvær vikur en nú er rigning á leiðinni. Mynd: KL Það sem flestir veiðimenn sem veiða í ágúst vilja heyra er veðurspá með hressilegum rigningum og eiga svo næstu daga þar á eftir. Þetta á sérstaklega við um árnar á vesturlandi og norðvesturlandi en árnar í dölunum eru líka orðnar nokkuð soltnar eftir góðum rigningum. Samkvæmt veðurspám eru þær á leiðinni og það gæti hresst allverulega við tökugleðinni hjá laxinum í þessum ám. Það sama á við um árnar í Borgarfirði en í þeim flestum hafa verið fínar gögnur í sumar svo laxleysi er ekki málið en það vantar, eins og oft á þessum árstíma, góðar rigningar til að koma tökunni almennilega í gang aftur. Það sem gerist í ánum í kjölfar rigningar er að vatnið hækkar oft hressilega á meðan á mestu rigningnum stendur og því miður fara sumar af ánum í flóð í stuttann tíma. Þegar vatnið sjatnar og nær jafnvægi er eins og laxinn fái aukna orku og takan verður oft eins og þegar hún er best á göngutima. Veiðitölur úr ánum taka þess vegna oft mikinn kipp og það má alveg reikna með að veiðin í Þverá/Kjarrá, Langá, Norðurá, Grímsá, Laxá í Kjós, Laxá í Dölum, Haukadalsá, Hrútafjarðará og Víðidalsá bara svo nokkrar árnar séu nefndar gætu tekið mikið stökk á milli vikna. Auðvitað eru fleiri ár þar sem þessar rigningargusur eiga eftir að hafa áhrif og við bíðum spennt eftir fréttum af veiðum í kringum þessa daga og vonum að þeir sem eiga veiðidaga á næstunni lendi í veiðiveislu við bakkann. Mest lesið Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði
Það sem flestir veiðimenn sem veiða í ágúst vilja heyra er veðurspá með hressilegum rigningum og eiga svo næstu daga þar á eftir. Þetta á sérstaklega við um árnar á vesturlandi og norðvesturlandi en árnar í dölunum eru líka orðnar nokkuð soltnar eftir góðum rigningum. Samkvæmt veðurspám eru þær á leiðinni og það gæti hresst allverulega við tökugleðinni hjá laxinum í þessum ám. Það sama á við um árnar í Borgarfirði en í þeim flestum hafa verið fínar gögnur í sumar svo laxleysi er ekki málið en það vantar, eins og oft á þessum árstíma, góðar rigningar til að koma tökunni almennilega í gang aftur. Það sem gerist í ánum í kjölfar rigningar er að vatnið hækkar oft hressilega á meðan á mestu rigningnum stendur og því miður fara sumar af ánum í flóð í stuttann tíma. Þegar vatnið sjatnar og nær jafnvægi er eins og laxinn fái aukna orku og takan verður oft eins og þegar hún er best á göngutima. Veiðitölur úr ánum taka þess vegna oft mikinn kipp og það má alveg reikna með að veiðin í Þverá/Kjarrá, Langá, Norðurá, Grímsá, Laxá í Kjós, Laxá í Dölum, Haukadalsá, Hrútafjarðará og Víðidalsá bara svo nokkrar árnar séu nefndar gætu tekið mikið stökk á milli vikna. Auðvitað eru fleiri ár þar sem þessar rigningargusur eiga eftir að hafa áhrif og við bíðum spennt eftir fréttum af veiðum í kringum þessa daga og vonum að þeir sem eiga veiðidaga á næstunni lendi í veiðiveislu við bakkann.
Mest lesið Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði