Næsti bíll forstjóra Shell verður tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2017 09:00 Ben Van Beurden forstjóri Shell. Það hljómar kannski undarlega að forstjóri eins stærsta olíufélags heims, Shell hafi nýlega látið hafa eftir sér að næsti bíll sem hann hyggst kaupa sé tengiltvinnbíll. Með slíkum yfirlýsingum er nánast eins og hann sé að lýsa yfir endalokum eigin fyrirtækis og olíuframleiðslu allri. Það er þó líklega orðum aukið því forstjórinn, Ben Van Beurden, hefur pantað sér Mercedes Benz S500e bíl með rafmótorum, en einnig mjög öflugri brunavél. Bíllinn er samtals 436 hestöfl og það afl kemur bæði frá rafmótorum og brunavél. Ben Van Beurden lýsti því reyndar einnig yfir að fjármálastjóri Shell, Jessica Uhl, æki um á BMW i3, en hann gengur eingöngu fyrir rafmagni. Það eru því ekki bara yfirlýstir umhverfissinnar sem kaupa sér rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, heldur einnig yfirmenn olíufélaganna. Ben Van Beurden er einn þeirra sem telur að mannskepnan stuðli nú að hitnun jarðar með bruna jarðefnaeldsneytis, þó svo hann vinni sem forstjóri olíufyrirtækis og að framtíðin liggi í því að leggja af bruna jarðefnaeldsneytis og snúa sér að umhverfisvænum og endurnýtanlegum orkugjöfum. Hann telur að mestu notkun í bruna jarðefnaeldsneytis sé brátt náð og hún minnki svo hratt í kjölfarið. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent
Það hljómar kannski undarlega að forstjóri eins stærsta olíufélags heims, Shell hafi nýlega látið hafa eftir sér að næsti bíll sem hann hyggst kaupa sé tengiltvinnbíll. Með slíkum yfirlýsingum er nánast eins og hann sé að lýsa yfir endalokum eigin fyrirtækis og olíuframleiðslu allri. Það er þó líklega orðum aukið því forstjórinn, Ben Van Beurden, hefur pantað sér Mercedes Benz S500e bíl með rafmótorum, en einnig mjög öflugri brunavél. Bíllinn er samtals 436 hestöfl og það afl kemur bæði frá rafmótorum og brunavél. Ben Van Beurden lýsti því reyndar einnig yfir að fjármálastjóri Shell, Jessica Uhl, æki um á BMW i3, en hann gengur eingöngu fyrir rafmagni. Það eru því ekki bara yfirlýstir umhverfissinnar sem kaupa sér rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla, heldur einnig yfirmenn olíufélaganna. Ben Van Beurden er einn þeirra sem telur að mannskepnan stuðli nú að hitnun jarðar með bruna jarðefnaeldsneytis, þó svo hann vinni sem forstjóri olíufyrirtækis og að framtíðin liggi í því að leggja af bruna jarðefnaeldsneytis og snúa sér að umhverfisvænum og endurnýtanlegum orkugjöfum. Hann telur að mestu notkun í bruna jarðefnaeldsneytis sé brátt náð og hún minnki svo hratt í kjölfarið.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent