Bílasaga heimsins: Ítalía - Land ofurbíla og hönnunar Sindri Snær Thorlacius skrifar 9. ágúst 2017 12:00 Árið 1.478 teiknaði Leonardo da Vinci þessa hugmynd af bíl sem segja má að sé sá fyrsti í sögunni. Á síðustu þremur árum hef ég hér á síðum bílablaðsins fjallað um þátt Japan, Þýskalands, Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í bílasögu heimsins og tel rétt að ljúka þessu greinarsafni á hönnunarlandinu Ítalíu. Þrátt fyrir að í dag séu ítalskir bílar ekki mjög algengir hér á landi þá voru þeir það einu sinni og gætu vel orðið það aftur. Ítalskir bílaframleiðendur eiga jú margar af frægustu bílahönnunum allra tíma.Upphafið Fyrsta manninum sem datt í hug hugmyndafræðin á bakvið sjálfrennireiðina var einn frægasti Ítali allra tíma, Leonardo da Vinci. Árið 1478 teiknaði hann hugmyndina að fyrsta bílnum sem drifinn var áfram af fjöður sem trekkja þurfti upp áður en í ferð skyldi halda, sem myndi aðeins vera 40 metra löng áður en trekkja þurfti fjöðurina upp aftur. Snilldin við hönnun hans var framúrstefnuleg stýring sem hægt var að forstilla fyrir ferðina, þ.e.a.s. að bíllinn myndi beygja til hægri eða vinstri eftir ákveðið marga metra. Það mætti segja að þetta hafi einnig verið fyrsta hugmyndin að forritanlegu tæki.Lingotto verksmiðjanBrunahreyfillinn Fyrstu eiginlegu bílarnir voru gufudrifnir, ópraktískir, stórir og þungir. Árið 1852 hönnuðu Ítalirnir Eugenio Barsanti og Felice Matteucci fyrsta brunahreyfilinn, sem svipar til þeirra véla sem við þekkjum í bílum í dag. Rétt fyrir aldamótin 1900 hófu fyrstu ítölsku bílaframleiðendurnir störf undir nokkrum áhrifum frá frönskum brautryðjendum. Fyrsti framleiðandinn er talinn vera Stefanini-Martina árið 1896 en á þessum tíma voru allir bílaframleiðendur mjög litlir og framleiðsla lítil endavoru bílar í þá daga algjör munaðarvara. Um aldamótin 1900 voru margir minni bílaframleiðendur á Ítalíu sem hurfu ýmist í heimstyrjöldunum tveimur eða í kreppunni á áttunda áratug síðustu aldar. Stóru merkin urðu til Það var ekki fyrr en FIAT var stofnað af fjárfestum með öldungaráðsmanninum Giovanni Agnelli í forgrunni árið 1899 í Túrín þar sem hjólin fóru að snúast af alvöru. Þremur árum síðar vann FIAT sinn fyrsta kappakstur með aðstoð ökuþórsins Vincenzo Lancia sem síðar átti eftir að stofna sitt eigið fyrirtæki. FIAT náði skjótt árangri og árið 1910 var það með yfirhöndina á markaðnum á Ítalíu og hefur haft síðan ásamt því að hafa verið eitt stærsta iðnaðarveldi heims á sínum tíma. Lancia Automobiles var stofnað árið 1906 af ökuþórunum Vincenzo Lancia og Claudio Fogolin. Lancia þótti framúrstefnulegur framleiðandi og var leiðandi í þróun ýmiss búnaðar. Bílar þeirra voru fyrst um sinn dýrir lúxusbílar. Í fyrri heimstyrjöldinni reyndust hervélar sem Lancia framleiddu ótrúlega sigursælar. ALFA (Anonima Lombarda Fabbrica Automobili) var stofnað í Mílanó árið 1910 sem undirmerki franska bílaframleiðandans Darracq. Strax ári síðar sendi ALFA tvo bíla í Targa Florio kappaksturinn sem byrjaði mikla kappaksturssögu fyrirtækisins. Maserati var stofnað árið 1914 í Bologna af fimm bræðrum sem báru Maserati eftirnafnið. Fyrst um sinn byggðu þeir kappakstursbíla fyrir önnur fyrirtæki. Það var ekki fyrr en árið 1926 sem Maserati gaf út bíl undir eigin nafni. Það ár unnu þeir hinn fræga Targa Florio kappakstur og komust á kortið sem kappakstursbílaframleiðandi. Árið 1937 seldu bræðurnir fyrirtækið manni að nafni Adolfo Orsi en héldu áfram að vinna í verksmiðjunni í áratug þangað til þeir héldu á önnur mið. Maserati voru ofarlega skrifaðir í kappakstri og m.a. unnu Indianapolis 500 árin 1939 og 1940Lancia Lambda.Fyrri heimstyrjöld Eins og hjá öllum þjóðum sem tóku þátt í fyrri- og seinni heimstyrjöld þá sneru sér flestir bílaframleiðendur að framleiðslu hervéla, hvort sem það voru byssur, flutningabílar, jeppar, skriðdrekar eða flugvélar á meðan styrjöldunum stóð yfir. Árið 1915 tók maður að nafni Nicola Romeo við ALFA og breytti nafni þess í Alfa Romeo. Fyrst um sinn voru Alfa Romeo bílar fyrst og fremst kappakstursbílar og sportbílar fyrir þá ríku. Þeir höfðu alla bestu ökuþórana í bílum sínum og má þar nefna Antonio Ascari, Giuseppe Campari, Enzo Ferrari og Ugo Sivocci. Sá síðastnefndi var hæfileikaríkur og tæknilegur ökuþór sem þótti einkar seinheppinn. Til að sporna við ólukku lét hann árið 1923 setja mynd af fjögurra blaða smára á hvítum bakgrunni á hlið rauða bílsins. Sivocci vann þennan kappakstur sem var fyrsti alþjóðlegi sigur Alfa Romeo. Fjögurra blaða smárinn átti eftir að vera merki Alfa Romeo í kappakstri til þessa dags. Scuderia Ferrari var stofnað í Modena árið 1929 sem kappaksturslið undir stjórn Enzo Ferrari sem notaðist einungis við bíla frá Alfa Romeo. Enzo Ferrari var sigursæll ökuþór þangað til árið 1931 þegar hann ákvað að hætta keppni út af komu sonar síns, Dino, í heiminn. Scuderia Ferrari þýðir „Hesthús Ferrari“ en Enzo Ferrari sá um að vera styrktaraðili, umboðsmaður og liðsstjóri fjölda ökuþóra. Alfa Romeo áttu erfitt í kreppunni uppúr 1930 og sögðu sig úr kappakstri árið 1933. Scuderia Ferrari tók þá við kappakstursliði Alfa Romeo. Árið 1938 vildu Alfa Romeo breyta nafninu á liðinu í Alfa Corse sem lagðist illa í Enzo. Hann var látinn fara með því skilyrði að hann myndi ekki keppa í kappakstri eða gefa út bíl næstu fjögur árin undir eigin nafni. Það breytti því hins vegar ekki að hann fór strax í að láta hanna fyrsta bílinn sinn frá grunni, Tipo 815, sem bar þá nafnið AAC (Auto Avio Costruzioni). Stund milli stríða Árið 1918 yfirgaf Claudio Fogolin Lancia og tók mikla fjárhæðir með sér úr fyrirtækinu. Vincenzo Lancia hafði miklar áhyggjur af því að hann væri að missa tök á fyrirtækinu. Hann þurfti að endurskipuleggja verksmiðjur sínar eftir heimstyrjöldina og hefja framleiðslu bíla sem fyrst og þurfti það að ganga vel ef hann ætlaði að geta borgað starfsfólki sínu laun. Fyrst kom út Lancia Kappa sem var skref í rétta átt en árið 1922 kom út Lambda sem breytti iðnaðinum. Í fyrsta sinn var til grindarlaus fólksbíll þar sem styrkurinn var allur í yfirbyggingunni og einnig var hann með sjálfstæða framfjöðrun ásamt fleiri nýjungum. Vincenzo fékk heimsókn frá Bandaríkjamanni að nafni Flocker sem gaf honum flugu í höfuðið. Hann vildi fara í útrás á bandaríska markaðinn. Hann lét hönnuði og verkamenn sína hætta öllum störfum og einbeita kröftum sínum að hönnun og smíði risastórs lúxusbíls með V8 vél. Af honum seldust í kringum 1700 eintök en Lancia dró sig af bandaríkjamarkaði skömmu eftir fall Wall Street árið 1929. Eftir Ameríkuævintýrið komu út bílarnir Artena og Astura sem voru gríðar vel heppnaðir. Astura var það vel heppnaður bíll að bílaáhugamaðurinn og pólitíkusinn Benito Mussolini átti einn og lét alla helstu undirmenn sína keyra um á slíkum, en meira um hann síðar. Eftir heimsókn sína til Ford í Bandaríkjunum lét forstjóri FIAT Giovanni Agnelli hanna nýja framúrstefnulega verksmiðju sem fékk nafnið Lingotto og hýsti m.a. kappakstursbraut á þaki hennar. Árið 1925 kom út FIAT 509 sem varð mest seldi bíll Ítalíu á aðeins einu ári. Arftaki hans var FIAT 508 Balilla sem var frekar ætlaður konum en hann var dýrari en árslaun margra Ítala svo að margir tóku stór lán til að eignast slíkan.Fiat 500 A Topolino.Seinni heimstyrjöld – Mynd af FIAT 500 A Topolino Seinni heimstyrjöld stöðvaði kappakstur og framleiðslu bíla næstu árin en eftir stríð réð Enzo Ferrari nokkra starfsmenn frá Alfa Romeo. Enzo framleiddi frábæra kappakstursbíla og borgaði góðum ökumönnum til þess að keyra fyrir lið sitt. Þegar að þessum tíma var komið réð fasismi ríkjum á Ítalíu með Mussolini í fararbroddi sem kom í veg fyrir að framleiðendur gátu farið í útflutning á bílum. Mussolini vildi búa til bíl fólksins og bað Agnelli hjá FIAT um að smíða bíl sem kostaði undir FIAT 500 A „Topolino“ og kostaði 8.900 Lírur. Þessari hugmynd hermdi Hitler síðar eftir þegar hann bað Ferdinand Porsche um að framleiða bílinn sem síðar var kallaður Bjallan og reyndist töluvert vinsælli. Árið 1941 skipaði Mussolini einnig Alfa Romeo að framleiða stóra og dýra lúxusbíla fyrir þá auðugu og hátt settu.Fiat Nuova 500.Fall fasismans Eftir stríð urðu litlir og hagkvæmir bílar mjög vinsælir. Fyrstu áratugina eftir stríð voru þeir flestir með litlar vélar aftast í bílnum, ekkert ósvipað og í Bjöllunni. Árið 1954 sást Twin Cam mótor Alfa Romeo fyrst sem átti eftir vera í bílum þeirra næstu fjörutíu árin og hentaði einkar vel í smábíla. Upp úr falli Mussolinis, fasismans og stríðs á Ítalíu hófst útrás FIAT sem náði til ýmissa landa í austur- og Suður-Evrópu, Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Sem dæmi má nefna Lada 1200 og 1300 sem voru vinsælir ásamt því að það voru til Polski FIAT sem framleiddir voru í Póllandi fyrir Austur-Evrópu og meira að segja Kúbu. Árið 1957 kom út næsta kynslóð af FIAT 500 sem kölluð var Nuova 500, eða nýi FIAT er þekkt fyrir að kaupa upp samkeppnina og hefur keypt: - Autobianchi árið 1967 - Stóran hlut í Ferrari og Lancia árið 1969 - Abarth árið 1971 - Alfa Romeo árið 1986 - Maserati árið 1993 - Chrysler árið 2009 (formlega 2014) Í marga áratugi hefur FIAT hér um bil alltaf verið með mjög vinsælan bíl í boði og þá sérstaklega í minni stærðarflokkum. Nuova 500 (1957), 124 (1967), 128 (1970), 126 og 127 (1972), Uno (1984), Tipo (1989), Punto (1995), 500 (2008) til að nefna einhverja. Abarth er merki sem bílaáhugamenn þekkja gjarnan en bílar þeirra eru þó ekki á hverju horni. Árið 1949 var Abarth stofnað af Carlo Abarth úr leyfum af Cisitalia sem var bílaframleiðandi sem lagði upp laupana. Árið 1952 byrjaði samvinna Abarth og FIAT. Abarth sérhæfði sig aðallega í viðbótum við bíla framleidda af öðrum, svo sem pústkerfi, soggreinar og fleira sem gæti kreist út nokkur auka hestöfl. Árið 1971 keypti FIAT Abarth af eigandanum og stofnanda, Carlo Abarth og hefur það verið notað síðan sem kraftamerki FIAT, svipað og AMG hjá Mercedes-Benz. Hægt er að þekkja Abarth bílana á merki þeirra sem er mynd af sporðdreka með gulum og rauðum bakgrunni. Árið 1969 keypti FIAT 50% hlut í Ferrari sem varð svo 90% árið 1988. Það sama ár lést Enzo Ferrari sem hafði þær afleiðingar að notaðir Ferrari bílar hækkuðu umtalsvert í verði. Dýrasti bíll sögunnar er 1962 Ferrari 250 GTO sem seldist árið 2014 fyrir 38,1 milljón bandaríkjadala.Alfa Romeo Disco Volante.Hönnunarhús – Mynd af Alfa Romeo Disco Volante Ítalía er ekki endilega bara þekkt fyrir bílaiðnað, heldur fyrir hönnunarhúsin sem hafa sett sinn svip á bílaiðnaðinn, sem og annan iðnað. Það sem ákvarðar útlit bíla fyrst og fremst er notagildi þeirra, loftflæði og árekstraröryggi. Þegar bílar voru nýkomnir á sjónarsviðið þurftu bílaframleiðendur takmarkað á hönnuðum að halda því það var lítill sem enginn skilningur á loftflæði eða árekstraröryggi í bílum. Það var ekki fyrr en menn byrjuðu í kappakstri að þeir öðluðust þá þekkingu. Einnig hafði hönnun herflugvéla í fyrri og seinni heimstyrjöld áhrif, þar sem notast var mikið við loftflæðirannsóknir. Ítalir hafa alla tíð verið mikið viðriðnir kappakstur og samhliða því hafa sprottið upp frægir hönnuðir.Frægir hönnuðir Frægustu hönnunarhúsin eru Zagato, Pininfarina, Italdesign Guigiaro, Bertone og Ghia. Pininfarina hefur hannað marga bíla Ferrari og einnig fyrir Peugeot, Alfa Romeo, Cadillac, Maserati, Lancia, Bentley, Mitsubishi, FIAT og Volvo. Bertone teiknaði líklega frægustu bílahönnun alla tíma, Lamborghini Countach. Italdesign hannaði frægustu hlaðbaka allra tíma, fyrsta VW Golf og FIAT Uno og svo lengi mætti telja. Gæti þó verið að halla undan fæti hönnunarhúsanna því að nýjustu bílarnir í dag eru mjög sjaldan hannaðir í hönnunarhúsum eins og algengt var hér áður fyrr. Núna er hver og einn bílaframleiðandi með gríðarlega innanhús þekkingu á loftflæði og árekstraröryggi, talsvert meiri þekkingu en hönnunarhúsin. Þessi þróun hefur gert aðra hönnuði að stjörnum. Menn á borð við Ian Callum hjá Jaguar, Peter Schreyer hjá Hyundai og KIA og Walter de Silva hjá VW Group til að nefnaAlfa Romeo Alfasud.Góðæri og olíukreppa Automobili Lamborghini var stofnað eftir seinni heimstyrjöld af Ferruccio Lamborghini sem traktorframleiðandi sem notaði íhluti úr vélum frá seinni heimstyrjöldinni. Ferruccio hafði mikinn áhuga á fínum bílum og keypti sér sjálfur alls kyns dýrindis bíla þegar fyrirtæki hans fór að ganga vel. Það var þó ekki nóg til að slökkva þorstann því hann vildi búa til hinn fullkomna lúxusbíl og árið 1963 var fyrsti Lamborghini bíllinn frumsýndur, 350GT. Eftir þetta urðu bílarnir til hver fætur á eftir öðrum og hver öðrum fallegri. Má þar helst nefna Miura og Countach sem þykja oft á tíðum vera með fallegustu bílahönnunum sögunnar. Frægari plakat-bíl er erfitt að finna en þá tvo. Í olíukreppunni árið 1973 fór illa fyrir Lamborghini þar sem bílar þeirra voru dýrir og eyddu miklu bensíni með sínum tólf því. Automobili Lamborghini varð gjaldþrota árið 1978 og gekk handa á milli til ársins 1998 þegar Volkswagen Group keypti það og á enn. Eftir það hefur fyrirtækinu gengið vel og bílar þess haldið fyrri gildum vel þrátt fyrir að nýrri bílarnir séu frekar í átt ofurbíla heldur en lúxusbíla. Lancia hélt áfram að framleiða vandaðar lúxusbifreiðar eftir seinni heimstyrjöld og var mörgu leyti markaðsleiðandi en framleiðslukostnaður reyndist of hár og var Lancia keypt upp af FIAT árið 1969. Árið 1957 hóf Maserati framleiðslu götubíla. Árið 1968 eignaðist franski framleiðandinn Citroën fyrirtækið en fór svo á höfuðið níu árum síðar og ítalska ríkið hélt Maserati uppi. Árið 1975 tók goðsögnin Alessandro de Tomaso við Maserati. Eftir það keypti Chrysler fyrirtækið og svo loks FIAT.Breytingar í bílahönnun Á áttunda og níunda áratugnum var tími breytinga í evrópskum og japönskum bílaiðnaði því að margir framleiðendur fóru að sýna framhjóladrifi áhuga. Þar voru ítölsku framleiðendurnir einna sérstaklega í formi hlaðbaka. Á sjöunda og áttunda áratugunum var Alfa Romeo þekkt fyrir að framleiða undurfagra sportbíla sem eiga ennþá við um ímynd fyrirtækisins. Árið 1986 tók FIAT yfir Alfa Romeo og er hlutverk Alfa Romeo í dag að vera ofar FIAT í verðstiganum, ekki ólíkt hlutverki Audi hjá VW Group. Á árunum 1972 til 1992 var Lancia konungur rallsins. Með bílum eins og Fulvia, Stratos, 037, Delta S4 og Delta Integrale landaði framleiðandinn tíu heimsmeistaratitlum, fleiri titlum en nokkur annar framleiðandi í sögunni. Lancia merkið hélt áfram og var gríðarlega frægt fyrir framúrstefnulega rallýbíla á áttunda- og níunda áratugnum en í dag eru Lancia bílar byggðir á núverandi FIAT bílum og fást einungis á Ítalíu.Pagani Zonda.Seinustu áratugir Lang bestu ár ítalska bílaiðnaðarins voru 1989-1990 þar sem framleiddir voru 2,2 milljónir bíla árið 1989 og 2,1 milljón 1990. Árið 2011 féllu sölutölur ítalskra bílaframleiðenda undir 800.000 í fyrsta sinn í hálfa öld. Árið 2016 voru 20 lönd sem framleiddu yfir milljón bíla. Ítalía var 19. stærsta framleiðslulandið með rúma 1,1 milljón framleiddra eintaka. Ítalía hefur unnið evrópsku bílaverðlaunin næst oftast allra landa og FIAT hefur unnið oftast allra bílaframleiðenda. Argentínumaðurinn Horacio Pagani vann hjá Lamborghini þegar þeir voru að byrja að nota kolefnistrefjar við gerð bíla sinna, sem þótti nýstárlegt þá. Árið 1988 stofnaði hann Pagani Composite Research í Modena og upp úr því fór hann að huga að framleiðslu eigin bíls. Í samvinnu við AMG hjá Mercedes-Benz varð til fyrsti bíll Paganis árið 1999, Zonda C12. Síðan þá hafa nokkrir bílar borið Zonda nafnið og arftaki þessa bíls var Huayra. Bílar Pagani eru fyrsta flokks ofurbílar, nánast bara úr koltrefjum og með æðislegar AMG vélar staðsettar fyrir aftan ökumanninn. Árið 2004 var Sergio Marchionne ráðinn sem nýr forstjóri FIAT. Hann hefur síðan þá verið mjög ákveðinn í því að snúa við blaðinu fyrir FIAT og með þó nokkrum árangri. Grande Punto var fyrsti bíllinn til að hjálpa fyrirtækinu úr skuld en þegar nýi FIAT 500 var gefinn út árið 2008 reyndist hann fyrirtækinu sem gull. Marchionne var helsta driffjöðurin í kaupum FIAT á Chrysler eftir að hann reyndi samvinnu við indverska og kínverska framleiðendur án árangurs. Þau bílamerki sem eru undir hatti FIAT í dag eru Abarth, Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Lancia, Maserati, Jeep og Ram og er þá FCA (Fiat Chrysler Automobiles) sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims. Ferrari heyrði undir sama hatt en er nú rekið utan þess.Hvert stefnir ítalski bílaiðnaðurinn? Í gegnum mest alla sögu ítalska bílaiðnaðarins hafa ofurbílar staðið upp úr. Merki eins og Ferrari og Lamborghini hafa stimplað sig rækilega inn í hóp þeirra allra bestu og eftirsóttustu enda var Ferrari dýrasta vörumerki heims árið 2014. Þrátt fyrir þróun í átt að umhverfisvænni tvinn- og rafmagnsbílum ættu þessi merki að halda sætum sínum næstu árin. FIAT munu halda áfram að selja ódýra bíla í miklu magni eins og þeir hafa alltaf gert og tilkoma Chrysler, Jeep, Dodge og Ram þýðir fleiri markaðssvæði og kúnnahópar fyrir FIAT til að spreyta sig á. Endurkoma Alfa Romeo er hafin með tilkomu nýrra frábærra sport- og fólksbíla seinustu ára og eru áframhaldandi plön jákvæð. Framtíð þessara merkja er nokkuð björt og þá ekki síst hér á landi þar sem það er komið umboð fyrir mörg þessara merkja í fyrsta sinn í langan tíma.Lamborghini Countach þykir ein fallegasta bílahönnun sögunnar. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent
Á síðustu þremur árum hef ég hér á síðum bílablaðsins fjallað um þátt Japan, Þýskalands, Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í bílasögu heimsins og tel rétt að ljúka þessu greinarsafni á hönnunarlandinu Ítalíu. Þrátt fyrir að í dag séu ítalskir bílar ekki mjög algengir hér á landi þá voru þeir það einu sinni og gætu vel orðið það aftur. Ítalskir bílaframleiðendur eiga jú margar af frægustu bílahönnunum allra tíma.Upphafið Fyrsta manninum sem datt í hug hugmyndafræðin á bakvið sjálfrennireiðina var einn frægasti Ítali allra tíma, Leonardo da Vinci. Árið 1478 teiknaði hann hugmyndina að fyrsta bílnum sem drifinn var áfram af fjöður sem trekkja þurfti upp áður en í ferð skyldi halda, sem myndi aðeins vera 40 metra löng áður en trekkja þurfti fjöðurina upp aftur. Snilldin við hönnun hans var framúrstefnuleg stýring sem hægt var að forstilla fyrir ferðina, þ.e.a.s. að bíllinn myndi beygja til hægri eða vinstri eftir ákveðið marga metra. Það mætti segja að þetta hafi einnig verið fyrsta hugmyndin að forritanlegu tæki.Lingotto verksmiðjanBrunahreyfillinn Fyrstu eiginlegu bílarnir voru gufudrifnir, ópraktískir, stórir og þungir. Árið 1852 hönnuðu Ítalirnir Eugenio Barsanti og Felice Matteucci fyrsta brunahreyfilinn, sem svipar til þeirra véla sem við þekkjum í bílum í dag. Rétt fyrir aldamótin 1900 hófu fyrstu ítölsku bílaframleiðendurnir störf undir nokkrum áhrifum frá frönskum brautryðjendum. Fyrsti framleiðandinn er talinn vera Stefanini-Martina árið 1896 en á þessum tíma voru allir bílaframleiðendur mjög litlir og framleiðsla lítil endavoru bílar í þá daga algjör munaðarvara. Um aldamótin 1900 voru margir minni bílaframleiðendur á Ítalíu sem hurfu ýmist í heimstyrjöldunum tveimur eða í kreppunni á áttunda áratug síðustu aldar. Stóru merkin urðu til Það var ekki fyrr en FIAT var stofnað af fjárfestum með öldungaráðsmanninum Giovanni Agnelli í forgrunni árið 1899 í Túrín þar sem hjólin fóru að snúast af alvöru. Þremur árum síðar vann FIAT sinn fyrsta kappakstur með aðstoð ökuþórsins Vincenzo Lancia sem síðar átti eftir að stofna sitt eigið fyrirtæki. FIAT náði skjótt árangri og árið 1910 var það með yfirhöndina á markaðnum á Ítalíu og hefur haft síðan ásamt því að hafa verið eitt stærsta iðnaðarveldi heims á sínum tíma. Lancia Automobiles var stofnað árið 1906 af ökuþórunum Vincenzo Lancia og Claudio Fogolin. Lancia þótti framúrstefnulegur framleiðandi og var leiðandi í þróun ýmiss búnaðar. Bílar þeirra voru fyrst um sinn dýrir lúxusbílar. Í fyrri heimstyrjöldinni reyndust hervélar sem Lancia framleiddu ótrúlega sigursælar. ALFA (Anonima Lombarda Fabbrica Automobili) var stofnað í Mílanó árið 1910 sem undirmerki franska bílaframleiðandans Darracq. Strax ári síðar sendi ALFA tvo bíla í Targa Florio kappaksturinn sem byrjaði mikla kappaksturssögu fyrirtækisins. Maserati var stofnað árið 1914 í Bologna af fimm bræðrum sem báru Maserati eftirnafnið. Fyrst um sinn byggðu þeir kappakstursbíla fyrir önnur fyrirtæki. Það var ekki fyrr en árið 1926 sem Maserati gaf út bíl undir eigin nafni. Það ár unnu þeir hinn fræga Targa Florio kappakstur og komust á kortið sem kappakstursbílaframleiðandi. Árið 1937 seldu bræðurnir fyrirtækið manni að nafni Adolfo Orsi en héldu áfram að vinna í verksmiðjunni í áratug þangað til þeir héldu á önnur mið. Maserati voru ofarlega skrifaðir í kappakstri og m.a. unnu Indianapolis 500 árin 1939 og 1940Lancia Lambda.Fyrri heimstyrjöld Eins og hjá öllum þjóðum sem tóku þátt í fyrri- og seinni heimstyrjöld þá sneru sér flestir bílaframleiðendur að framleiðslu hervéla, hvort sem það voru byssur, flutningabílar, jeppar, skriðdrekar eða flugvélar á meðan styrjöldunum stóð yfir. Árið 1915 tók maður að nafni Nicola Romeo við ALFA og breytti nafni þess í Alfa Romeo. Fyrst um sinn voru Alfa Romeo bílar fyrst og fremst kappakstursbílar og sportbílar fyrir þá ríku. Þeir höfðu alla bestu ökuþórana í bílum sínum og má þar nefna Antonio Ascari, Giuseppe Campari, Enzo Ferrari og Ugo Sivocci. Sá síðastnefndi var hæfileikaríkur og tæknilegur ökuþór sem þótti einkar seinheppinn. Til að sporna við ólukku lét hann árið 1923 setja mynd af fjögurra blaða smára á hvítum bakgrunni á hlið rauða bílsins. Sivocci vann þennan kappakstur sem var fyrsti alþjóðlegi sigur Alfa Romeo. Fjögurra blaða smárinn átti eftir að vera merki Alfa Romeo í kappakstri til þessa dags. Scuderia Ferrari var stofnað í Modena árið 1929 sem kappaksturslið undir stjórn Enzo Ferrari sem notaðist einungis við bíla frá Alfa Romeo. Enzo Ferrari var sigursæll ökuþór þangað til árið 1931 þegar hann ákvað að hætta keppni út af komu sonar síns, Dino, í heiminn. Scuderia Ferrari þýðir „Hesthús Ferrari“ en Enzo Ferrari sá um að vera styrktaraðili, umboðsmaður og liðsstjóri fjölda ökuþóra. Alfa Romeo áttu erfitt í kreppunni uppúr 1930 og sögðu sig úr kappakstri árið 1933. Scuderia Ferrari tók þá við kappakstursliði Alfa Romeo. Árið 1938 vildu Alfa Romeo breyta nafninu á liðinu í Alfa Corse sem lagðist illa í Enzo. Hann var látinn fara með því skilyrði að hann myndi ekki keppa í kappakstri eða gefa út bíl næstu fjögur árin undir eigin nafni. Það breytti því hins vegar ekki að hann fór strax í að láta hanna fyrsta bílinn sinn frá grunni, Tipo 815, sem bar þá nafnið AAC (Auto Avio Costruzioni). Stund milli stríða Árið 1918 yfirgaf Claudio Fogolin Lancia og tók mikla fjárhæðir með sér úr fyrirtækinu. Vincenzo Lancia hafði miklar áhyggjur af því að hann væri að missa tök á fyrirtækinu. Hann þurfti að endurskipuleggja verksmiðjur sínar eftir heimstyrjöldina og hefja framleiðslu bíla sem fyrst og þurfti það að ganga vel ef hann ætlaði að geta borgað starfsfólki sínu laun. Fyrst kom út Lancia Kappa sem var skref í rétta átt en árið 1922 kom út Lambda sem breytti iðnaðinum. Í fyrsta sinn var til grindarlaus fólksbíll þar sem styrkurinn var allur í yfirbyggingunni og einnig var hann með sjálfstæða framfjöðrun ásamt fleiri nýjungum. Vincenzo fékk heimsókn frá Bandaríkjamanni að nafni Flocker sem gaf honum flugu í höfuðið. Hann vildi fara í útrás á bandaríska markaðinn. Hann lét hönnuði og verkamenn sína hætta öllum störfum og einbeita kröftum sínum að hönnun og smíði risastórs lúxusbíls með V8 vél. Af honum seldust í kringum 1700 eintök en Lancia dró sig af bandaríkjamarkaði skömmu eftir fall Wall Street árið 1929. Eftir Ameríkuævintýrið komu út bílarnir Artena og Astura sem voru gríðar vel heppnaðir. Astura var það vel heppnaður bíll að bílaáhugamaðurinn og pólitíkusinn Benito Mussolini átti einn og lét alla helstu undirmenn sína keyra um á slíkum, en meira um hann síðar. Eftir heimsókn sína til Ford í Bandaríkjunum lét forstjóri FIAT Giovanni Agnelli hanna nýja framúrstefnulega verksmiðju sem fékk nafnið Lingotto og hýsti m.a. kappakstursbraut á þaki hennar. Árið 1925 kom út FIAT 509 sem varð mest seldi bíll Ítalíu á aðeins einu ári. Arftaki hans var FIAT 508 Balilla sem var frekar ætlaður konum en hann var dýrari en árslaun margra Ítala svo að margir tóku stór lán til að eignast slíkan.Fiat 500 A Topolino.Seinni heimstyrjöld – Mynd af FIAT 500 A Topolino Seinni heimstyrjöld stöðvaði kappakstur og framleiðslu bíla næstu árin en eftir stríð réð Enzo Ferrari nokkra starfsmenn frá Alfa Romeo. Enzo framleiddi frábæra kappakstursbíla og borgaði góðum ökumönnum til þess að keyra fyrir lið sitt. Þegar að þessum tíma var komið réð fasismi ríkjum á Ítalíu með Mussolini í fararbroddi sem kom í veg fyrir að framleiðendur gátu farið í útflutning á bílum. Mussolini vildi búa til bíl fólksins og bað Agnelli hjá FIAT um að smíða bíl sem kostaði undir FIAT 500 A „Topolino“ og kostaði 8.900 Lírur. Þessari hugmynd hermdi Hitler síðar eftir þegar hann bað Ferdinand Porsche um að framleiða bílinn sem síðar var kallaður Bjallan og reyndist töluvert vinsælli. Árið 1941 skipaði Mussolini einnig Alfa Romeo að framleiða stóra og dýra lúxusbíla fyrir þá auðugu og hátt settu.Fiat Nuova 500.Fall fasismans Eftir stríð urðu litlir og hagkvæmir bílar mjög vinsælir. Fyrstu áratugina eftir stríð voru þeir flestir með litlar vélar aftast í bílnum, ekkert ósvipað og í Bjöllunni. Árið 1954 sást Twin Cam mótor Alfa Romeo fyrst sem átti eftir vera í bílum þeirra næstu fjörutíu árin og hentaði einkar vel í smábíla. Upp úr falli Mussolinis, fasismans og stríðs á Ítalíu hófst útrás FIAT sem náði til ýmissa landa í austur- og Suður-Evrópu, Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Sem dæmi má nefna Lada 1200 og 1300 sem voru vinsælir ásamt því að það voru til Polski FIAT sem framleiddir voru í Póllandi fyrir Austur-Evrópu og meira að segja Kúbu. Árið 1957 kom út næsta kynslóð af FIAT 500 sem kölluð var Nuova 500, eða nýi FIAT er þekkt fyrir að kaupa upp samkeppnina og hefur keypt: - Autobianchi árið 1967 - Stóran hlut í Ferrari og Lancia árið 1969 - Abarth árið 1971 - Alfa Romeo árið 1986 - Maserati árið 1993 - Chrysler árið 2009 (formlega 2014) Í marga áratugi hefur FIAT hér um bil alltaf verið með mjög vinsælan bíl í boði og þá sérstaklega í minni stærðarflokkum. Nuova 500 (1957), 124 (1967), 128 (1970), 126 og 127 (1972), Uno (1984), Tipo (1989), Punto (1995), 500 (2008) til að nefna einhverja. Abarth er merki sem bílaáhugamenn þekkja gjarnan en bílar þeirra eru þó ekki á hverju horni. Árið 1949 var Abarth stofnað af Carlo Abarth úr leyfum af Cisitalia sem var bílaframleiðandi sem lagði upp laupana. Árið 1952 byrjaði samvinna Abarth og FIAT. Abarth sérhæfði sig aðallega í viðbótum við bíla framleidda af öðrum, svo sem pústkerfi, soggreinar og fleira sem gæti kreist út nokkur auka hestöfl. Árið 1971 keypti FIAT Abarth af eigandanum og stofnanda, Carlo Abarth og hefur það verið notað síðan sem kraftamerki FIAT, svipað og AMG hjá Mercedes-Benz. Hægt er að þekkja Abarth bílana á merki þeirra sem er mynd af sporðdreka með gulum og rauðum bakgrunni. Árið 1969 keypti FIAT 50% hlut í Ferrari sem varð svo 90% árið 1988. Það sama ár lést Enzo Ferrari sem hafði þær afleiðingar að notaðir Ferrari bílar hækkuðu umtalsvert í verði. Dýrasti bíll sögunnar er 1962 Ferrari 250 GTO sem seldist árið 2014 fyrir 38,1 milljón bandaríkjadala.Alfa Romeo Disco Volante.Hönnunarhús – Mynd af Alfa Romeo Disco Volante Ítalía er ekki endilega bara þekkt fyrir bílaiðnað, heldur fyrir hönnunarhúsin sem hafa sett sinn svip á bílaiðnaðinn, sem og annan iðnað. Það sem ákvarðar útlit bíla fyrst og fremst er notagildi þeirra, loftflæði og árekstraröryggi. Þegar bílar voru nýkomnir á sjónarsviðið þurftu bílaframleiðendur takmarkað á hönnuðum að halda því það var lítill sem enginn skilningur á loftflæði eða árekstraröryggi í bílum. Það var ekki fyrr en menn byrjuðu í kappakstri að þeir öðluðust þá þekkingu. Einnig hafði hönnun herflugvéla í fyrri og seinni heimstyrjöld áhrif, þar sem notast var mikið við loftflæðirannsóknir. Ítalir hafa alla tíð verið mikið viðriðnir kappakstur og samhliða því hafa sprottið upp frægir hönnuðir.Frægir hönnuðir Frægustu hönnunarhúsin eru Zagato, Pininfarina, Italdesign Guigiaro, Bertone og Ghia. Pininfarina hefur hannað marga bíla Ferrari og einnig fyrir Peugeot, Alfa Romeo, Cadillac, Maserati, Lancia, Bentley, Mitsubishi, FIAT og Volvo. Bertone teiknaði líklega frægustu bílahönnun alla tíma, Lamborghini Countach. Italdesign hannaði frægustu hlaðbaka allra tíma, fyrsta VW Golf og FIAT Uno og svo lengi mætti telja. Gæti þó verið að halla undan fæti hönnunarhúsanna því að nýjustu bílarnir í dag eru mjög sjaldan hannaðir í hönnunarhúsum eins og algengt var hér áður fyrr. Núna er hver og einn bílaframleiðandi með gríðarlega innanhús þekkingu á loftflæði og árekstraröryggi, talsvert meiri þekkingu en hönnunarhúsin. Þessi þróun hefur gert aðra hönnuði að stjörnum. Menn á borð við Ian Callum hjá Jaguar, Peter Schreyer hjá Hyundai og KIA og Walter de Silva hjá VW Group til að nefnaAlfa Romeo Alfasud.Góðæri og olíukreppa Automobili Lamborghini var stofnað eftir seinni heimstyrjöld af Ferruccio Lamborghini sem traktorframleiðandi sem notaði íhluti úr vélum frá seinni heimstyrjöldinni. Ferruccio hafði mikinn áhuga á fínum bílum og keypti sér sjálfur alls kyns dýrindis bíla þegar fyrirtæki hans fór að ganga vel. Það var þó ekki nóg til að slökkva þorstann því hann vildi búa til hinn fullkomna lúxusbíl og árið 1963 var fyrsti Lamborghini bíllinn frumsýndur, 350GT. Eftir þetta urðu bílarnir til hver fætur á eftir öðrum og hver öðrum fallegri. Má þar helst nefna Miura og Countach sem þykja oft á tíðum vera með fallegustu bílahönnunum sögunnar. Frægari plakat-bíl er erfitt að finna en þá tvo. Í olíukreppunni árið 1973 fór illa fyrir Lamborghini þar sem bílar þeirra voru dýrir og eyddu miklu bensíni með sínum tólf því. Automobili Lamborghini varð gjaldþrota árið 1978 og gekk handa á milli til ársins 1998 þegar Volkswagen Group keypti það og á enn. Eftir það hefur fyrirtækinu gengið vel og bílar þess haldið fyrri gildum vel þrátt fyrir að nýrri bílarnir séu frekar í átt ofurbíla heldur en lúxusbíla. Lancia hélt áfram að framleiða vandaðar lúxusbifreiðar eftir seinni heimstyrjöld og var mörgu leyti markaðsleiðandi en framleiðslukostnaður reyndist of hár og var Lancia keypt upp af FIAT árið 1969. Árið 1957 hóf Maserati framleiðslu götubíla. Árið 1968 eignaðist franski framleiðandinn Citroën fyrirtækið en fór svo á höfuðið níu árum síðar og ítalska ríkið hélt Maserati uppi. Árið 1975 tók goðsögnin Alessandro de Tomaso við Maserati. Eftir það keypti Chrysler fyrirtækið og svo loks FIAT.Breytingar í bílahönnun Á áttunda og níunda áratugnum var tími breytinga í evrópskum og japönskum bílaiðnaði því að margir framleiðendur fóru að sýna framhjóladrifi áhuga. Þar voru ítölsku framleiðendurnir einna sérstaklega í formi hlaðbaka. Á sjöunda og áttunda áratugunum var Alfa Romeo þekkt fyrir að framleiða undurfagra sportbíla sem eiga ennþá við um ímynd fyrirtækisins. Árið 1986 tók FIAT yfir Alfa Romeo og er hlutverk Alfa Romeo í dag að vera ofar FIAT í verðstiganum, ekki ólíkt hlutverki Audi hjá VW Group. Á árunum 1972 til 1992 var Lancia konungur rallsins. Með bílum eins og Fulvia, Stratos, 037, Delta S4 og Delta Integrale landaði framleiðandinn tíu heimsmeistaratitlum, fleiri titlum en nokkur annar framleiðandi í sögunni. Lancia merkið hélt áfram og var gríðarlega frægt fyrir framúrstefnulega rallýbíla á áttunda- og níunda áratugnum en í dag eru Lancia bílar byggðir á núverandi FIAT bílum og fást einungis á Ítalíu.Pagani Zonda.Seinustu áratugir Lang bestu ár ítalska bílaiðnaðarins voru 1989-1990 þar sem framleiddir voru 2,2 milljónir bíla árið 1989 og 2,1 milljón 1990. Árið 2011 féllu sölutölur ítalskra bílaframleiðenda undir 800.000 í fyrsta sinn í hálfa öld. Árið 2016 voru 20 lönd sem framleiddu yfir milljón bíla. Ítalía var 19. stærsta framleiðslulandið með rúma 1,1 milljón framleiddra eintaka. Ítalía hefur unnið evrópsku bílaverðlaunin næst oftast allra landa og FIAT hefur unnið oftast allra bílaframleiðenda. Argentínumaðurinn Horacio Pagani vann hjá Lamborghini þegar þeir voru að byrja að nota kolefnistrefjar við gerð bíla sinna, sem þótti nýstárlegt þá. Árið 1988 stofnaði hann Pagani Composite Research í Modena og upp úr því fór hann að huga að framleiðslu eigin bíls. Í samvinnu við AMG hjá Mercedes-Benz varð til fyrsti bíll Paganis árið 1999, Zonda C12. Síðan þá hafa nokkrir bílar borið Zonda nafnið og arftaki þessa bíls var Huayra. Bílar Pagani eru fyrsta flokks ofurbílar, nánast bara úr koltrefjum og með æðislegar AMG vélar staðsettar fyrir aftan ökumanninn. Árið 2004 var Sergio Marchionne ráðinn sem nýr forstjóri FIAT. Hann hefur síðan þá verið mjög ákveðinn í því að snúa við blaðinu fyrir FIAT og með þó nokkrum árangri. Grande Punto var fyrsti bíllinn til að hjálpa fyrirtækinu úr skuld en þegar nýi FIAT 500 var gefinn út árið 2008 reyndist hann fyrirtækinu sem gull. Marchionne var helsta driffjöðurin í kaupum FIAT á Chrysler eftir að hann reyndi samvinnu við indverska og kínverska framleiðendur án árangurs. Þau bílamerki sem eru undir hatti FIAT í dag eru Abarth, Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Lancia, Maserati, Jeep og Ram og er þá FCA (Fiat Chrysler Automobiles) sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims. Ferrari heyrði undir sama hatt en er nú rekið utan þess.Hvert stefnir ítalski bílaiðnaðurinn? Í gegnum mest alla sögu ítalska bílaiðnaðarins hafa ofurbílar staðið upp úr. Merki eins og Ferrari og Lamborghini hafa stimplað sig rækilega inn í hóp þeirra allra bestu og eftirsóttustu enda var Ferrari dýrasta vörumerki heims árið 2014. Þrátt fyrir þróun í átt að umhverfisvænni tvinn- og rafmagnsbílum ættu þessi merki að halda sætum sínum næstu árin. FIAT munu halda áfram að selja ódýra bíla í miklu magni eins og þeir hafa alltaf gert og tilkoma Chrysler, Jeep, Dodge og Ram þýðir fleiri markaðssvæði og kúnnahópar fyrir FIAT til að spreyta sig á. Endurkoma Alfa Romeo er hafin með tilkomu nýrra frábærra sport- og fólksbíla seinustu ára og eru áframhaldandi plön jákvæð. Framtíð þessara merkja er nokkuð björt og þá ekki síst hér á landi þar sem það er komið umboð fyrir mörg þessara merkja í fyrsta sinn í langan tíma.Lamborghini Countach þykir ein fallegasta bílahönnun sögunnar.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent