Grísk stjórnvöld hafa áform um að sækja sér fé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í fyrsta sinn í meira en þrjú ár. Þau hafa ráðið sex banka til þess að sjá um skuldabréfaútgáfuna, en gefin verða út skuldabréf til fimm ára.
Skuldabréfaútgáfan markar tímamót, en Grikkir hafa á undanförnum árum staðið í harðvítugum deilum við kröfuhafa sína, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópska seðlabankann og Evrópusambandið. Kröfuhafarnir hafa veitt grískum stjórnvöldum fjölmörg neyðarlán gegn því að þau hrindi ströngum aðhaldsaðgerðum í framkvæmd.
Alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokuðust grískum stjórnvöldum árið 2010 og þurftu þau í staðinn að reiða sig á neyðarlán kröfuhafanna til þess að geta staðið undir skuldbindingum sínum. Nú horfir hins vegar til breytinga.
Viðsnúningur hjá Grikkjum
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Buffett hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent


Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent