Nóg af laxi en vantar bara vatn Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2017 11:00 Sólarglaðir Íslendingar fagna þessum sólríku dögum sem nú leika við landann en það er annar hópur manna sem kýs frekar góða rigningu. Sumarið er búið að vera blautt og heldur kalt svo það fagna því flestir að fá loksins góða daga sólar og yls. Veiðimenn aftur á móti sem eiga daga framundan fagna því ekki að fá þetta veður enda verða árnar sem eru dragár hratt vatnslitlar og heitar í þessu veðri og það er ekki mjög spennandi að veiða í því. Dalirnir hafa sem dæmi fengið afskaplega litla rigningu í sumar og er það farið að bitna á veiðitölum úr ánum þar á svæðinu. Það vantar ekki lax í árnar, það má glögglega sjá þegar helstu hyljirnir eru skyggndir en það er hratt fallandi vatn. Laxá í Dölum er ein af þessum ám þar sem laxgengd í sumar hefur verið með mestu ágætum en það er alveg farið að vanta hressilega rigningu á svæðinu til að lyfta henni aðeins uppþ Veiðin hefur þó verið ágæt þrátt fyrir erfiðar aðstæður. "Síðasta holl í Laxá í Dölum landaði 66 löxum á fjórar stangir á þremur dögum. Mikill vaxandi hefur verið í göngum og áin orðin nokkuð þétt af laxi. Hins vegar mætti alveg fara að rigna í Dölunum, en ljóst er að það stefnir í veizlu þegar að vætutíð gerir fyrir vestan" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa. Veiðimenn sem eiga daga á næstunni eru því ekkert sérstaklega spenntir yfir þessu veðri. Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði
Sólarglaðir Íslendingar fagna þessum sólríku dögum sem nú leika við landann en það er annar hópur manna sem kýs frekar góða rigningu. Sumarið er búið að vera blautt og heldur kalt svo það fagna því flestir að fá loksins góða daga sólar og yls. Veiðimenn aftur á móti sem eiga daga framundan fagna því ekki að fá þetta veður enda verða árnar sem eru dragár hratt vatnslitlar og heitar í þessu veðri og það er ekki mjög spennandi að veiða í því. Dalirnir hafa sem dæmi fengið afskaplega litla rigningu í sumar og er það farið að bitna á veiðitölum úr ánum þar á svæðinu. Það vantar ekki lax í árnar, það má glögglega sjá þegar helstu hyljirnir eru skyggndir en það er hratt fallandi vatn. Laxá í Dölum er ein af þessum ám þar sem laxgengd í sumar hefur verið með mestu ágætum en það er alveg farið að vanta hressilega rigningu á svæðinu til að lyfta henni aðeins uppþ Veiðin hefur þó verið ágæt þrátt fyrir erfiðar aðstæður. "Síðasta holl í Laxá í Dölum landaði 66 löxum á fjórar stangir á þremur dögum. Mikill vaxandi hefur verið í göngum og áin orðin nokkuð þétt af laxi. Hins vegar mætti alveg fara að rigna í Dölunum, en ljóst er að það stefnir í veizlu þegar að vætutíð gerir fyrir vestan" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa. Veiðimenn sem eiga daga á næstunni eru því ekkert sérstaklega spenntir yfir þessu veðri.
Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði