Myglaðir leikskólar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 Fréttamaður: „Nú hefur komið í ljós að leikskólarnir eru að grotna niður vegna skorts á viðhaldi. Hver eru þín viðbrögð?“ Álitsgjafi úr akademíunni: „Hér eru að koma fram afleiðingarnar af þessari skefjalausu frjálshyggju, nýfrjálshyggju, sem öllu hefur stýrt, auðgildið ofar manngildinu. Í stað þess að fjárfesta í menntun og umönnun barna þá er peningunum eytt í yfirbyggingu og alls konar gæluverkefni. Auðvitað er hneyksli að heilsu barna sé stefnt í voða vegna sinnuleysis og gróðahyggju sem?…“ Fréttamaður: „Ehe, bíddu nú aðeins?…“ Álitsgjafinn: „Það er ekki eftir neinu að bíða, afleiðingarnar eru nú að koma í ljós. Sama á við um mengunarslysið hér um daginn, fullkomið virðingarleysi og hroki gagnvart borgarbúum. Það var einmitt tekið á þessu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þessi leyndarhyggja og skortur á gagnsæi. Það á alveg jafnt við um fjármálakerfið eins og umhverfismálin og reyndar ótrúlegt að enginn skuli hafa axlað pólitíska ábyrgð á því máli. En þetta er frjálshyggjan í hnotskurn.“ Fréttamaður: „Fyrirgefðu að ég gríp fram í fyrir þér, en við erum að tala um hann Dag okkar og meirihlutann í Reykjavík.“ Álitsgjafinn: „Já, þú meinar, altso, hélt að við værum að ræða annað sveitarfélag, fyrirgefðu. En já, menn mega ekki gleyma því að fjárhagur borgarinnar er þröngur og að mínu mati hefur gengið þokkalega að snúa vörn í sókn í þessum málum þó mikið sé enn óunnið. En það má ekki horfa fram hjá þætti ríkisstjórnarinnar í þessum málum og nauðsynlegt að menn þar á bæ axli sína ábyrgð. En Reykjavík var ekki byggð á einum degi, sjáðu til.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Fréttamaður: „Nú hefur komið í ljós að leikskólarnir eru að grotna niður vegna skorts á viðhaldi. Hver eru þín viðbrögð?“ Álitsgjafi úr akademíunni: „Hér eru að koma fram afleiðingarnar af þessari skefjalausu frjálshyggju, nýfrjálshyggju, sem öllu hefur stýrt, auðgildið ofar manngildinu. Í stað þess að fjárfesta í menntun og umönnun barna þá er peningunum eytt í yfirbyggingu og alls konar gæluverkefni. Auðvitað er hneyksli að heilsu barna sé stefnt í voða vegna sinnuleysis og gróðahyggju sem?…“ Fréttamaður: „Ehe, bíddu nú aðeins?…“ Álitsgjafinn: „Það er ekki eftir neinu að bíða, afleiðingarnar eru nú að koma í ljós. Sama á við um mengunarslysið hér um daginn, fullkomið virðingarleysi og hroki gagnvart borgarbúum. Það var einmitt tekið á þessu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þessi leyndarhyggja og skortur á gagnsæi. Það á alveg jafnt við um fjármálakerfið eins og umhverfismálin og reyndar ótrúlegt að enginn skuli hafa axlað pólitíska ábyrgð á því máli. En þetta er frjálshyggjan í hnotskurn.“ Fréttamaður: „Fyrirgefðu að ég gríp fram í fyrir þér, en við erum að tala um hann Dag okkar og meirihlutann í Reykjavík.“ Álitsgjafinn: „Já, þú meinar, altso, hélt að við værum að ræða annað sveitarfélag, fyrirgefðu. En já, menn mega ekki gleyma því að fjárhagur borgarinnar er þröngur og að mínu mati hefur gengið þokkalega að snúa vörn í sókn í þessum málum þó mikið sé enn óunnið. En það má ekki horfa fram hjá þætti ríkisstjórnarinnar í þessum málum og nauðsynlegt að menn þar á bæ axli sína ábyrgð. En Reykjavík var ekki byggð á einum degi, sjáðu til.“