Barcelona hefur náð samkomulagi við Benfica um kaup á Portúgalanum Nélson Semedo. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Barcelona á morgun.
Semedo er 23 ára gamall hægri bakvörður. Börsungar vonast til að hann fylli skarðið sem Dani Alves skildi eftir sig í fyrra.
Talið er að Barcelona borgi Benfica tæplega 31 milljón punda fyrir Semedo sem hefur leikið sex A-landsleiki fyrir Portúgal.
Semedo kom til Benfica frá Sintrense 2012. Á árunum 2013-15 lék hann sem lánsmaður með Fátima.
Semedo varð tvisvar sinnum portúgalskur meistari með Benfica.
