Lewis Hamilton vann á heimavelli Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2017 13:30 Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á heimavelli í dag. Fjórða árið í röð. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. Munurinn á Hamilton og Vettel í stigakeppni ökumanna er kominn niður í 1 stig, Vettel í vil. Verstappen vann sig fram úr Vettel strax í ræsingunni. Verstappen gerði sig líklegan til að taka fram úr Kimi Raikkonen líka í ræsingunni en Finninn hélt Verstappen fyrir aftan sig. Öryggisbíllinn var kallaður út þegar liðsfélagarnir hjá Toro Rosso, Carlos Sainz og Daniil Kvyat lentu í samstuði. Klaufaleg mistök hjá liðsfélugunum. Sainz þurfti að hætta keppni en Kvyat gat haldið áfram. Jolyon Palmer hætti keppni á Renault bílnum á upphitunarhringnum. Glussakerfiðí bílnum gaf sig að sögn Palmer. Það þurfti því að taka auka upphitunarhring á meðan bíllinn var fjarlægður. Valtteri Bottas ók gríðarlega vel og var búinn að vinna sig upp í fimmta sæti úr því níunda á áttunda hring. Kvyat fékk refsingu og þurfti að aka í gegnum þjónustusvæðið fyrir að koma á áöruggan hátt inn á brautina aftur. Vettel tók fram úr Verstappen á 14. hring en Verstappen svaraði fyrir sig og baráttan varð mjög hörð á milli þeirra í kjölfarið. Vettel og Verstappen töpuðu tíma í innri baráttu sinni og Bottas sótti hratt að þeim og var mættur á 17. hring aftan á gírkassann hjá Vettel.Sebastian Vettel þurfti að bíta í það súra epli að sprengja dekk upp úr þurru undir lok keppninnar.Vísir/GettyVettel tók þjónustuhlé á 19. hring og hann kom út fyrir framan Force India bílana á brautinni. Vettel ætlaði sér að sækja á Verstappen með þessum hætti. Verstappen svaraði og tók þjónustuhlé á næsta hring. Vettel og Ferrari tókst ætlunarverkið. Bottas var þá orðinn þriðji. Vettel komst fram úr Hulkenberg næsta auðveldlega á 22 hring og var þá orðinn fjórði með Mercedes menn og Raikkonen fyrir framan sig. Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 25. hring. Bottas var þar með orðinn annar í keppninni. Hamilton kom svo inn á þjónustusvæðið næsta hring á eftir. Hamilton hélt forystunni en Bottas var mjög skammt á eftir honum. Bottas kom inn á 32. hring og skilaði mjúku dekkjunum og fékk ofur-mjúk dekk undir. Hann kom út á brautina fyrir aftan Vettel. Bottas var þá orðinn fjórði. Bottas sótti mjög hratt. Hann var að vinna niður bilið í Vettel um sekúndu á hverjum hring fyrstu hringina eftir þjónustuhlé. Á 42. hring komst Bottas innan við sekúndu frá Vettel. Bottas reyndi svo á næsta hring. Vettel gat ekkert gert þegar Bottas stað verðlaunasætinu af Vettel á 44. hring. Bottas var þá búinn að vinna sig upp um sex sæti. Vinstri framdekkin á báðum Ferrari bílunum sprungu á síðustu metrum keppninnar og hleypti miklu drama í keppnina undir lokin. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir breska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. júlí 2017 12:52 Lewis Hamilton heldur ráspólnum Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. 15. júlí 2017 15:06 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. Munurinn á Hamilton og Vettel í stigakeppni ökumanna er kominn niður í 1 stig, Vettel í vil. Verstappen vann sig fram úr Vettel strax í ræsingunni. Verstappen gerði sig líklegan til að taka fram úr Kimi Raikkonen líka í ræsingunni en Finninn hélt Verstappen fyrir aftan sig. Öryggisbíllinn var kallaður út þegar liðsfélagarnir hjá Toro Rosso, Carlos Sainz og Daniil Kvyat lentu í samstuði. Klaufaleg mistök hjá liðsfélugunum. Sainz þurfti að hætta keppni en Kvyat gat haldið áfram. Jolyon Palmer hætti keppni á Renault bílnum á upphitunarhringnum. Glussakerfiðí bílnum gaf sig að sögn Palmer. Það þurfti því að taka auka upphitunarhring á meðan bíllinn var fjarlægður. Valtteri Bottas ók gríðarlega vel og var búinn að vinna sig upp í fimmta sæti úr því níunda á áttunda hring. Kvyat fékk refsingu og þurfti að aka í gegnum þjónustusvæðið fyrir að koma á áöruggan hátt inn á brautina aftur. Vettel tók fram úr Verstappen á 14. hring en Verstappen svaraði fyrir sig og baráttan varð mjög hörð á milli þeirra í kjölfarið. Vettel og Verstappen töpuðu tíma í innri baráttu sinni og Bottas sótti hratt að þeim og var mættur á 17. hring aftan á gírkassann hjá Vettel.Sebastian Vettel þurfti að bíta í það súra epli að sprengja dekk upp úr þurru undir lok keppninnar.Vísir/GettyVettel tók þjónustuhlé á 19. hring og hann kom út fyrir framan Force India bílana á brautinni. Vettel ætlaði sér að sækja á Verstappen með þessum hætti. Verstappen svaraði og tók þjónustuhlé á næsta hring. Vettel og Ferrari tókst ætlunarverkið. Bottas var þá orðinn þriðji. Vettel komst fram úr Hulkenberg næsta auðveldlega á 22 hring og var þá orðinn fjórði með Mercedes menn og Raikkonen fyrir framan sig. Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 25. hring. Bottas var þar með orðinn annar í keppninni. Hamilton kom svo inn á þjónustusvæðið næsta hring á eftir. Hamilton hélt forystunni en Bottas var mjög skammt á eftir honum. Bottas kom inn á 32. hring og skilaði mjúku dekkjunum og fékk ofur-mjúk dekk undir. Hann kom út á brautina fyrir aftan Vettel. Bottas var þá orðinn fjórði. Bottas sótti mjög hratt. Hann var að vinna niður bilið í Vettel um sekúndu á hverjum hring fyrstu hringina eftir þjónustuhlé. Á 42. hring komst Bottas innan við sekúndu frá Vettel. Bottas reyndi svo á næsta hring. Vettel gat ekkert gert þegar Bottas stað verðlaunasætinu af Vettel á 44. hring. Bottas var þá búinn að vinna sig upp um sex sæti. Vinstri framdekkin á báðum Ferrari bílunum sprungu á síðustu metrum keppninnar og hleypti miklu drama í keppnina undir lokin.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir breska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. júlí 2017 12:52 Lewis Hamilton heldur ráspólnum Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. 15. júlí 2017 15:06 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir breska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. júlí 2017 12:52
Lewis Hamilton heldur ráspólnum Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. 15. júlí 2017 15:06