Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Karl Lúðvíksson skrifar 17. júlí 2017 07:11 Þorsteinn Stefánsson með flotta bleikju úr Þingvallavatni. Þingvallavatn er mikið stundað í maí og júní en eftir það er eins og veiðimenn leiti annað eftir silungsveiði þrátt fyrir að veiðin í vatninu sé oft best á þessum tíma. Vatnið hefur lengi verið eins konar upphitunarvettvangur fyrir veiðimenn enda fer urriðaveiðin þar í gang í apríl og stendur yfir alveg fram í lok júní þegar bleikjan mætir upp að landi og urriðinn hverfur í dýpið. Þegar líður á júní fer veiðimönnu oft að snarfækka við bakkann sem er mjög skrítið því ekki er veiðin að dala neitt á þessum tíma en það er þó staðreynd að margir veiðimenn gefast hreinlega upp á vatninu vegna fjölda ferðamanna á þessum tíma. Varðandi veiðina þá er bleikjan oft á tíðum ekkert rosalega tökuglöð nema þá fyrst á morgnana. Það verður þó ekki sagt að það sé nein sérstök tökutregða miðað við það sem við heyrum ofan af vatninu. Meira að segja á þessum köldu morgnum um helgina voru menn við vatnið að gera mjög fína veiði og 32 bleikjur þjóðgarðinum til að mynda staðfest á eina stöng í gær. Það er einnig komið nokkuð af murtu upp við landið og það er mikið af erlendum veiðimönnum sem sækja sérstaklega í að veiða hana enda þykir hún afbragðs matur heil á grillið. Mest lesið Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði I hope I got the right one! Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Misskipt veðurguða gæðum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði
Þingvallavatn er mikið stundað í maí og júní en eftir það er eins og veiðimenn leiti annað eftir silungsveiði þrátt fyrir að veiðin í vatninu sé oft best á þessum tíma. Vatnið hefur lengi verið eins konar upphitunarvettvangur fyrir veiðimenn enda fer urriðaveiðin þar í gang í apríl og stendur yfir alveg fram í lok júní þegar bleikjan mætir upp að landi og urriðinn hverfur í dýpið. Þegar líður á júní fer veiðimönnu oft að snarfækka við bakkann sem er mjög skrítið því ekki er veiðin að dala neitt á þessum tíma en það er þó staðreynd að margir veiðimenn gefast hreinlega upp á vatninu vegna fjölda ferðamanna á þessum tíma. Varðandi veiðina þá er bleikjan oft á tíðum ekkert rosalega tökuglöð nema þá fyrst á morgnana. Það verður þó ekki sagt að það sé nein sérstök tökutregða miðað við það sem við heyrum ofan af vatninu. Meira að segja á þessum köldu morgnum um helgina voru menn við vatnið að gera mjög fína veiði og 32 bleikjur þjóðgarðinum til að mynda staðfest á eina stöng í gær. Það er einnig komið nokkuð af murtu upp við landið og það er mikið af erlendum veiðimönnum sem sækja sérstaklega í að veiða hana enda þykir hún afbragðs matur heil á grillið.
Mest lesið Nokkur góð ráð til að veiða meiri bleikju Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði I hope I got the right one! Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Misskipt veðurguða gæðum Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði