Lionel Messi gekk að eiga unnustu sína, Antonella Roccuzzo, í heimaborg þeirra, Rosario, í gær.
Fjölmargir þekktir samferðamenn Messi úr fótboltanum mættu í brúðkaupið. Það vakti þó nokkra athygli að Diego Maradona var ekki á meðal veislugesta.
Argentínska goðsögnin kveðst ekki vera sár út í Messi fyrir að hafa ekki boðið sér.
„Ég vil óska Messi til hamingju. Hann veit hversu mikið ég elska hann,“ sagði Maradona sem er í dag þjálfari Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
„Boðsmiðinn minn týndist einhvers staðar en viðhorf mitt til Messi hefur ekkert breyst. Hann er góður íþróttamaður og frábær náungi,“ bætti Maradona við.
Messi lék undir stjórn Maradona þegar sá síðarnefndi var landsliðsþjálfari Argentínu á árunum 2008-10. Maradona hætti með argentínska landsliðið eftir HM 2010 í Suður-Afríku.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr brúðkaupi Messi.
Maradona ekki boðið í brúðkaup Messi

Tengdar fréttir

Sjáðu myndirnar: Messi giftist æskuástinni
Einn besti fótboltamaður heims, Lionel Messi, giftist æskuástinni sinni Antonella Roccuzzo í heimabæ þeirra í gær.