Mjög góð veiði síðustu daga í Hítarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2017 14:30 Hítarvatn er eitt af þessum vötnum sem ekki margir virðast sækja sem er í raun skrítið því veiðin í vatninu er oft ansi mögnuð. Síðustu daga höfum við haft fréttir af veiðimönnum sem hafa verið við vatnið og heilt yfir er veiðin á hverja stöng með því besta sem gerist í vatnaveiði í dag. Algengt er að hver stöng sé að ná 15-20 bleikjum og urriðum á dag og uppistaðan í aflanum er fiskur sem er um og yfir kíló. Þegar hlýna tekur á sumrin virðist veiðin taka allmikinn kipp en þegar vatnið hlýnar safnast fiskurinn saman í torfur og leitar í uppsprettur og ósa lækja sem í vatnið renna. Þeir sem vita hvar þessa staði er að finna og fylgjast vel með veðri á svæðinu vita því nokkurn veginn fyrir víst hvenær best sé að skella sér í vatnið. Það er einmitt eftir heita daga eins og í dag þar sem þessar litlu torfur af silung sjást vel í vatninu og á sama tíma fer mýpúpan að klekjast út og silungurinn fer í brjálaða ætisleit. Þá tekur hann yfirleitt mjög vel og þær flugur sem við heyrum að séu að gefa best eru t.d. Alma Rún, Pheasant Tail, Taylor, Peacock, Killer og Krókurinn. Vatnið er inní Veiðkortinu og þar má finna frekari upplýsingar um svæðið á heimasíðúnni www.veidikortid.is Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði 54 laxa holl í Affallinu Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði
Hítarvatn er eitt af þessum vötnum sem ekki margir virðast sækja sem er í raun skrítið því veiðin í vatninu er oft ansi mögnuð. Síðustu daga höfum við haft fréttir af veiðimönnum sem hafa verið við vatnið og heilt yfir er veiðin á hverja stöng með því besta sem gerist í vatnaveiði í dag. Algengt er að hver stöng sé að ná 15-20 bleikjum og urriðum á dag og uppistaðan í aflanum er fiskur sem er um og yfir kíló. Þegar hlýna tekur á sumrin virðist veiðin taka allmikinn kipp en þegar vatnið hlýnar safnast fiskurinn saman í torfur og leitar í uppsprettur og ósa lækja sem í vatnið renna. Þeir sem vita hvar þessa staði er að finna og fylgjast vel með veðri á svæðinu vita því nokkurn veginn fyrir víst hvenær best sé að skella sér í vatnið. Það er einmitt eftir heita daga eins og í dag þar sem þessar litlu torfur af silung sjást vel í vatninu og á sama tíma fer mýpúpan að klekjast út og silungurinn fer í brjálaða ætisleit. Þá tekur hann yfirleitt mjög vel og þær flugur sem við heyrum að séu að gefa best eru t.d. Alma Rún, Pheasant Tail, Taylor, Peacock, Killer og Krókurinn. Vatnið er inní Veiðkortinu og þar má finna frekari upplýsingar um svæðið á heimasíðúnni www.veidikortid.is
Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði 54 laxa holl í Affallinu Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði