Á þessu ári hefur Alfa Romeo tekist að selja 2.482 Giulia bíla á meðan Mercedes C-Class hefur selst í 35.436 eintökum þar, BMW 3 í 22.584 eintökum og Audi A4 í 15.379 eintökum. Allir þessir bílar eru af svipaðir stærð og teljast í lúxusbílaflokki. Meira að segja tókst Lexus að selja 3.311 eintök af CT200h bílnum sem ákveðið hefur verið að hætta sölu á vegna lélegrar sölu hans. Sala CT200h er þó 33% betri en Alfa Romeo Giulia.
Með 2,78% markaðshlutdeild
Af öðrum bílum í sama stærðarflokki sem teljast lúxusbílar seldi Acura, lúxusbílaarmur Honda 3.958 ILX bíla og Cadillac hefur selt 6.024 ATS bíla á árinu og þykir salan á þeim bíl svo dræm að líka kemur til greina að hætta framleiðslu hans. Ef sala allra þessara bíla er lögð saman sést að Alfa Romeo Giulia hefur 2,78% markaðshlutdeild í þessum C-stærðarflokki lúxusbíla í Bandaríkjunum og víst má telja að Alfa Romeo hafi ætlað honum stærra hlutverk.Ekki er hægt að segja að skortur sé á eintökum af nýjum Alfa Romeo Giulia á bílasölum sem selja nýja bíla í Bandaríkjunum því þar geta kaupendur valið á milli 2.209 nýrra Giulia bíla, en það telst til meira en 4 mánaða sölu bílsins. Víða er hann nú í boði með góðum afslætti, eða allt að 2.750 dollurum og því ef til vill gott tækifæri fyrir áhugamenn um fallega bíla að krækja sér í eintak á spottprís.