Árni Þór: Valur var mest spennandi kosturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 16:30 Árni Þór í Valstreyjunni. vísir/eyþór Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. Árni, sem er 32 ára örvhent skytta, hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi undanfarin sjö ár, síðast með Aue þar sem hann lék m.a. undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtryggssonar. „Við fjölskyldan erum búin að vera lengi erlendis og langaði að flytja heim. Það voru alls konar ástæður fyrir því. Ég kannaði hvað stæði mér til boða og þegar Valur hafði samband var ég mjög hrifinn af því sem þeir höfðu fram að færa. Mér fannst þetta mest spennandi kosturinn,“ sagði Árni eftir blaðamannafund í Valshöllinni í dag þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var einnig kynntur sem spilandi þjálfari Vals. Árni segist hafa haft úr nokkrum tilboðum að velja. „Það voru nokkur lið sem höfðu samband en það er óþarfi að nefna þau,“ sagði Árni sem er uppalinn Þórsari. En kom það ekkert til greina að fara aftur norður? „Það voru bara aðrir hlutir sem urðu ofan á í þetta skiptið. Ég heyrði í þeim en Valur varð bara ofan á,“ sagði Árni. Akureyringurinn kemur inn í afar sterkt Valslið sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að þetta verði mjög gaman. Ég tel mig geta bætt einhverju við liðið,“ sagði Árni sem spilaði síðast hér heima tímabilið 2009-10. En er hann öðruvísi leikmaður en hann var áður en hann fór út? „Já, ég tel mig vera betri og meiri alhliða leikmann en áður en ég fór út á sínum tíma,“ sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Árni Þór Sigtryggson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals. Árni, sem er 32 ára örvhent skytta, hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi undanfarin sjö ár, síðast með Aue þar sem hann lék m.a. undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtryggssonar. „Við fjölskyldan erum búin að vera lengi erlendis og langaði að flytja heim. Það voru alls konar ástæður fyrir því. Ég kannaði hvað stæði mér til boða og þegar Valur hafði samband var ég mjög hrifinn af því sem þeir höfðu fram að færa. Mér fannst þetta mest spennandi kosturinn,“ sagði Árni eftir blaðamannafund í Valshöllinni í dag þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var einnig kynntur sem spilandi þjálfari Vals. Árni segist hafa haft úr nokkrum tilboðum að velja. „Það voru nokkur lið sem höfðu samband en það er óþarfi að nefna þau,“ sagði Árni sem er uppalinn Þórsari. En kom það ekkert til greina að fara aftur norður? „Það voru bara aðrir hlutir sem urðu ofan á í þetta skiptið. Ég heyrði í þeim en Valur varð bara ofan á,“ sagði Árni. Akureyringurinn kemur inn í afar sterkt Valslið sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að þetta verði mjög gaman. Ég tel mig geta bætt einhverju við liðið,“ sagði Árni sem spilaði síðast hér heima tímabilið 2009-10. En er hann öðruvísi leikmaður en hann var áður en hann fór út? „Já, ég tel mig vera betri og meiri alhliða leikmann en áður en ég fór út á sínum tíma,“ sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45
Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39
Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30
Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. 6. júlí 2017 13:45
Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni