Matthías Vilhjálmsson var á skotskónum fyrir lið sitt Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Rosenborg vann stórsigur á Sandefjord, 5-1. Matthías skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu og er því kominn með sex mörk í deildinni í sumar.
Matthías hefur verið sjóðheitur með Rosenborg í sumar og var valinn í lið mánaðarins í Noregi í júnímánuði. Honum var skipt útaf á 78. mínútu leiksins.
Ingvar Jónsson stóð vaktina í marki Sandefjord og var þetta því erfiður dagur á skrifstofunni hjá honum, þurfti að sækja boltann fimm sinnum í eigið net.
Rosenborg situr á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með 32 stig eftir 16 leiki. Sandefjord er á hinum enda töflunnar, í tólfta sæti með 18 stig.
Matthías heldur áfram að skora

Tengdar fréttir

Matthías og Daníel Leó í liði umferðarinnar
Matthías Vilhjálmsson og Daníel Leó Grétarsson eru í liði 12. umferðar norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hjá tölfræðisíðunni WhoScored.com.

Aron skoraði hjá Ingvari
Matthías Vilhjálmsson var einnig á skotskónum fyrir Rosenborg sem komst aftur á toppinn.

Matthías og Daníel Leó í liði mánaðarins
Tveir Íslendingar eru í liði júní-mánaðar í norsku úrvalsdeildinni hjá tölfræðisíðunni WhoScored.com.

Enn skorar Matthías en Rosenborg tapaði stigum
Herfur skorað tólf mörk í deild og bikar fyrir Rosenborg á tímabilinu.