Fótbolti

Björn Bergmann með tvö í sigri Molde

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björn Bergmann skorar og skorar.
Björn Bergmann skorar og skorar. vísir/ernir
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði tvö af mörkum Molde í sigri liðsnis á Álasund í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Landsliðsmaðurinn skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu og bætti svo við öðru marki á 58. mínútu úr vítaspyrnu eftir að markmaður Álasund braut á Birni innan vítateigs.

Norðmaðurinn Fredrik Brustad innsiglaði svo sigur Molde með marki á 75. mínútu.

Björn Bergmann er nú kominn með 10 mörk í norsku úrvalsdeildinni og er markahæstur ásamt Norðmanninum Ohi Omoijuanfo hjá Stabaek.

Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá Molde, en hann var ekki í leikmannahópi Molde því þjálfari liðsins, Ole Gunnar Solskjaer, sendi hann heim til Íslands í frí fyrr í vikunni. 

Daníel Leó Grétarsson og Adam Örn Arnarson spiluðu allan leikinn í varnarlínu Álasund en miðjumanninum Aroni Elís Þrándarsyni var skipt útaf á 87. mínútu.

Molde komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, jafnt að stigum og lið Brann í öðru sæti. Brann á þó leik til góða en þeir spila við Kristiansund í kvöld.

Álasund er ekki langt frá í fimmta sæti með 22 stig. Lið Rosenborgar er í toppsætinu með 32 stig eftir 16 leiki.


Tengdar fréttir

Björn skoraði fyrir Molde

Björn Bergmann Sigurðarson var á skotskónum fyrir Molde í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni.

Óttar Magnús kominn heim í frí

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norska liðsins Molde, hefur sent Óttar Mangús heim til Íslands í smá frí.

Björn skoraði enn og aftur

Molde er komið upp í fjórða sætið í norsku úrvalsdeildinni eftir dramatískan 3-2 sigur á Viking í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×