Vantar um 1000 laxa miðað við sama tíma í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2017 11:00 Fallegur lax úr Bátsvaðinu í Eystri Rangá Mynd: www..ranga.is Eystri Rangá hefur í mörg ár verið ein af gjöfulustu laxveiðiám landsins og þess er skemmst að minnast þegar júníveiðin í klakveiðinni skilaði met fjölda laxa í klakkisturnar. Þessu er öðru vísi farið í ár en þegar veiðitölur síðustu viku eru skoðaðar er heildarveiðin í Eystri Rangá aðeins 98 laxar þann 5. júlí og þar munar um 1000 löxum á veiðinni milla ára 2016 og 2017. Klakveiðin í fyrra gekk vonum framar eins og áður segir og það var ótrúlegt að sjá hversu mikið af laxi var þegar genginn þegar klakveiðin hófst í byrjun júní. Það er svo sem vitað að það voru mjög snemmgengnar göngur í árnar um allt land í fyrra sem útskýrir að stórum hluta hvers vegna veiðin var svona góð í ánni í fyrra en það er erfitt að leggja það fram sem skýringu á veiðinni núna. Það er þó algjör óþarfi að örvænta því þetta gefur engann veginn rétta mynd af ánni eða tímasetningu á göngunum í hana. Ef við skoðum sem dæmi árið 2015 þegar heildarveiðin í Eystri Rangá var 2749 laxar voru aðeins komnir 91 laxar á land 8. júlí það sumar og ef við skoðum síðan sumarið 2010 þa´voru komnir 137 laxar á land 7. júlí en sumarið skilaði engu að síður 6280 löxum. SUmarið 2007 komu 7473 laxar á land og þá voru aðeins 28 laxar komnir á land 11.júlí. Laxinn kemur yfirleitt sterkastur inn eftir miðjan júlí svo þó veiðin núna sé afar róleg þá eru ennþá 7-10 dagar í að fyrsti kippurinn ætti að koma í veiðina í ánni og ef Eystri fer í þann takt sem við þekkjum hana ættu 300-400 laxa vikur að vera skammt undan ef veiðigyðjan stendur sína plikkt. Mest lesið Frábær opnun í Laxá í Mývatnssveit Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Sunray er líka haustfluga Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Gæsaveiðin verið ágæt á þessu tímabili Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði
Eystri Rangá hefur í mörg ár verið ein af gjöfulustu laxveiðiám landsins og þess er skemmst að minnast þegar júníveiðin í klakveiðinni skilaði met fjölda laxa í klakkisturnar. Þessu er öðru vísi farið í ár en þegar veiðitölur síðustu viku eru skoðaðar er heildarveiðin í Eystri Rangá aðeins 98 laxar þann 5. júlí og þar munar um 1000 löxum á veiðinni milla ára 2016 og 2017. Klakveiðin í fyrra gekk vonum framar eins og áður segir og það var ótrúlegt að sjá hversu mikið af laxi var þegar genginn þegar klakveiðin hófst í byrjun júní. Það er svo sem vitað að það voru mjög snemmgengnar göngur í árnar um allt land í fyrra sem útskýrir að stórum hluta hvers vegna veiðin var svona góð í ánni í fyrra en það er erfitt að leggja það fram sem skýringu á veiðinni núna. Það er þó algjör óþarfi að örvænta því þetta gefur engann veginn rétta mynd af ánni eða tímasetningu á göngunum í hana. Ef við skoðum sem dæmi árið 2015 þegar heildarveiðin í Eystri Rangá var 2749 laxar voru aðeins komnir 91 laxar á land 8. júlí það sumar og ef við skoðum síðan sumarið 2010 þa´voru komnir 137 laxar á land 7. júlí en sumarið skilaði engu að síður 6280 löxum. SUmarið 2007 komu 7473 laxar á land og þá voru aðeins 28 laxar komnir á land 11.júlí. Laxinn kemur yfirleitt sterkastur inn eftir miðjan júlí svo þó veiðin núna sé afar róleg þá eru ennþá 7-10 dagar í að fyrsti kippurinn ætti að koma í veiðina í ánni og ef Eystri fer í þann takt sem við þekkjum hana ættu 300-400 laxa vikur að vera skammt undan ef veiðigyðjan stendur sína plikkt.
Mest lesið Frábær opnun í Laxá í Mývatnssveit Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Sunray er líka haustfluga Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Gæsaveiðin verið ágæt á þessu tímabili Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði