Mikilvægt skref fyrir framtíðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 06:00 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365, handsala samninginn. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni