Í eldhúsi Evu: Pulled pork hamborgarar með hrásalati Eva Laufey skrifar 1. júlí 2017 20:00 Girnilegir smáborgarar sem henta t.d. vel þegar tekið er á móti gestum. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að hamborgurum með pulled pork og hrásalati. Pulled pork hamborgarar með hrásalati 700-800 g úrbeinaður svínahnakki 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd 1 tsk hvítlauksduft Salt og pipar, magn eftir smekk ca. 1 tsk af hvoru 1 laukur 1 msk ólífuolía 2 dl bbq sósa 200 ml bjór Aðferð: Hitið olíu í potti, kryddið kjötið með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan. Brúnið kjötið á öllum hliðum, skerið niður lauk og bætið lauknum og bbq sósunni út í pottinn. Hellið bjórnum í pottinn og leyfið sósunni að ná suðu. Setjið lok á pottinn og setjið inn í ofn og eldið í 3-6 klst (því lengur, því mýkra verður kjötið) við 140°C. Þegar kjötið er tilbúið er það rifið niður og meiri bbq sósu er bætt við, magnið fer eftir smekk. Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á:eggsesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið, setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu og penslið eggi yfir ásamt því að sáldra sesamfræjum yfir bollurnar rétt í lokin. Bakið við 210°C í 15-18 mínútur eða þar til hamborgarabrauðin eru orðin gullinbrún. Hrásalat með chili majónesi 2 dl majónes 1-2 msk chilimauk, magn eftir smekk Salt og pipar ½ höfuð ferskt rauðkál 4 gulrætur Handfylli spínat 2 msk kóríander Safi úr hálfri límónu Salt og pipar Aðferð: Blandið majónesi og chilimauki saman og kryddið til með salti og pipar. Rífið niður ferskt rauðkál og gulrætur, saxið niður spínat og kóríander og blandið öllum hráefnum saman í skál. Kreistið safann úr límónu yfir og kryddið til með salti og pipar. Berið fram með hamborgurunum. Brauð Eva Laufey Hamborgarar Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að hamborgurum með pulled pork og hrásalati. Pulled pork hamborgarar með hrásalati 700-800 g úrbeinaður svínahnakki 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd 1 tsk hvítlauksduft Salt og pipar, magn eftir smekk ca. 1 tsk af hvoru 1 laukur 1 msk ólífuolía 2 dl bbq sósa 200 ml bjór Aðferð: Hitið olíu í potti, kryddið kjötið með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan. Brúnið kjötið á öllum hliðum, skerið niður lauk og bætið lauknum og bbq sósunni út í pottinn. Hellið bjórnum í pottinn og leyfið sósunni að ná suðu. Setjið lok á pottinn og setjið inn í ofn og eldið í 3-6 klst (því lengur, því mýkra verður kjötið) við 140°C. Þegar kjötið er tilbúið er það rifið niður og meiri bbq sósu er bætt við, magnið fer eftir smekk. Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á:eggsesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið, setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu og penslið eggi yfir ásamt því að sáldra sesamfræjum yfir bollurnar rétt í lokin. Bakið við 210°C í 15-18 mínútur eða þar til hamborgarabrauðin eru orðin gullinbrún. Hrásalat með chili majónesi 2 dl majónes 1-2 msk chilimauk, magn eftir smekk Salt og pipar ½ höfuð ferskt rauðkál 4 gulrætur Handfylli spínat 2 msk kóríander Safi úr hálfri límónu Salt og pipar Aðferð: Blandið majónesi og chilimauki saman og kryddið til með salti og pipar. Rífið niður ferskt rauðkál og gulrætur, saxið niður spínat og kóríander og blandið öllum hráefnum saman í skál. Kreistið safann úr límónu yfir og kryddið til með salti og pipar. Berið fram með hamborgurunum.
Brauð Eva Laufey Hamborgarar Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp