Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2017 13:37 Það er alltaf spennandi að fylgjast með vikutölum úr laxveiðinni og þá kannski sérstaklega þegar það er verið að fylgjast með ám þar sem næst á að heimsækja. Það eru ágætar veiðitölur úr ánum þessa vikuna og greinilega mikill vöxtur í göngum en stærstu göngurnar eru þó framundan og eftir þær er líklega hægt að skjóta nærri lagi hvernig sumarið fer. Þverá var með vikuveiði uppá 152 laxa en það var 6 löxum minna en Norðurá sem var með 158 laxa. Langá gaf 121 lax, Miðfjarðará 101 og Blanda 102 en aðrar ár náðu ekki yfir 100 löxum í vikunni. Eins árs laxinn sem er farið að bera á virðist koma vel haldinn úr hafi og er það í takt við það sem fyrstu hreistursýni gefa til kynna, það að vöxturinn í sjó hafi verið góður og reiknað er með því að endurheimtur á eins árs laxi verði góðar og þá sérstaklega á vesturlandi. Topp fimm árnar eru hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Þverá/Kjarrá 408 2. Norðurá 391 3. Urriðafoss/Þjórsá 365 4. Miðfjarðará 271 5. Blanda 228 Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Það er alltaf spennandi að fylgjast með vikutölum úr laxveiðinni og þá kannski sérstaklega þegar það er verið að fylgjast með ám þar sem næst á að heimsækja. Það eru ágætar veiðitölur úr ánum þessa vikuna og greinilega mikill vöxtur í göngum en stærstu göngurnar eru þó framundan og eftir þær er líklega hægt að skjóta nærri lagi hvernig sumarið fer. Þverá var með vikuveiði uppá 152 laxa en það var 6 löxum minna en Norðurá sem var með 158 laxa. Langá gaf 121 lax, Miðfjarðará 101 og Blanda 102 en aðrar ár náðu ekki yfir 100 löxum í vikunni. Eins árs laxinn sem er farið að bera á virðist koma vel haldinn úr hafi og er það í takt við það sem fyrstu hreistursýni gefa til kynna, það að vöxturinn í sjó hafi verið góður og reiknað er með því að endurheimtur á eins árs laxi verði góðar og þá sérstaklega á vesturlandi. Topp fimm árnar eru hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Þverá/Kjarrá 408 2. Norðurá 391 3. Urriðafoss/Þjórsá 365 4. Miðfjarðará 271 5. Blanda 228
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði