42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2017 10:00 Flottur lax af svæði 4 í Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson FB Stóra Laxá á ótrúlega dyggan aðdáendahóp sem heldur mikla tryggð við þessa fallegu á enda er það ekkert skrítið þegar veiði og fagurt umhverfi fer saman. Þeir sem voru að störfum við að merkja ánna voru þegar farnir að hafa orð á því að töluvert af laxi væri farinn að sýna sig á svæði 4 vikuna áður en veiði hófst og eins og Stóra Laxá á til voru þetta allt vænir laxar. Það kom enda á daginn þegar veiði hófst að það var mikið gengið enda sýndu veiðitölur í lok hollsins það ágætlega en 42 löxum var landað á tveimur og hálfum degi sem er líklega ein besta opnun í Stóru Laxá svæði 4 eða jafnvel í allri ánni. Veiðin samanstendur af fallegum og vænum tveggja ára laxi en aðstæður í Stóru hafa verið frábærar. Vatnsstaðan er góð og veður hið ágætasta til veiða. Svæði eitt og tvo opnuðu í gær og var heldur rólegra á þeim velli en þar komu aðeins fjórir laxar á land. Því hefur verið haldið fram að það séu tveir stofnar í ánni. Annars vegar þessi snemmgengni sem mætir um miðjan júní og æðir upp á efri svæðin án þess að staldra mikið´við á neðri svæðunum. Síðan er talið að hinn stofninn sé sá sem fyllir neðri svæðin oft síðsumars er þegar þessar víðfrægu haustgöngur koma þá er veiðin í ánni í einu orði sagt alveg biluð. Mest lesið Frábær opnun í Laxá í Mývatnssveit Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Stórar breytingar í Eystri Rangá Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Sunray er líka haustfluga Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði
Stóra Laxá á ótrúlega dyggan aðdáendahóp sem heldur mikla tryggð við þessa fallegu á enda er það ekkert skrítið þegar veiði og fagurt umhverfi fer saman. Þeir sem voru að störfum við að merkja ánna voru þegar farnir að hafa orð á því að töluvert af laxi væri farinn að sýna sig á svæði 4 vikuna áður en veiði hófst og eins og Stóra Laxá á til voru þetta allt vænir laxar. Það kom enda á daginn þegar veiði hófst að það var mikið gengið enda sýndu veiðitölur í lok hollsins það ágætlega en 42 löxum var landað á tveimur og hálfum degi sem er líklega ein besta opnun í Stóru Laxá svæði 4 eða jafnvel í allri ánni. Veiðin samanstendur af fallegum og vænum tveggja ára laxi en aðstæður í Stóru hafa verið frábærar. Vatnsstaðan er góð og veður hið ágætasta til veiða. Svæði eitt og tvo opnuðu í gær og var heldur rólegra á þeim velli en þar komu aðeins fjórir laxar á land. Því hefur verið haldið fram að það séu tveir stofnar í ánni. Annars vegar þessi snemmgengni sem mætir um miðjan júní og æðir upp á efri svæðin án þess að staldra mikið´við á neðri svæðunum. Síðan er talið að hinn stofninn sé sá sem fyllir neðri svæðin oft síðsumars er þegar þessar víðfrægu haustgöngur koma þá er veiðin í ánni í einu orði sagt alveg biluð.
Mest lesið Frábær opnun í Laxá í Mývatnssveit Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Stórar breytingar í Eystri Rangá Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Sunray er líka haustfluga Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði