Uber bætir þjórfé við þjónustu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 20:54 Frá höfuðstöðvum Uber í Hong Kong. Vísir/AFP Farþegum leigubílaþjónustunnar Uber býðst nú að greiða bílstjórum þjónustunnar þjórfé í gegnum smáforrit fyrirtækisins. Uber kemur þar til móts við bílstjóra sína en þeir hafa lengi barist fyrir því að geta innheimt þjórfé við aksturinn. Bílstjórar Uber hafa beðið lengi eftir því að greiðsla á þjórfé verði innleidd inn í þjónustu fyrirtækisins. Helsti keppinautur Uber, leigubílaþjónustan Lyft, býður upp á þjórfé í smáforriti sínu en bílstjórar Uber hafa löngum sakað vinnuveitanda sinn um að svipta þá greiðslum sem þeir hefðu rétt á að innheimta. Í frétt Guardian segir að leigubílstjórar Uber muni fyrst um sinn aðeins geta tekið við þjórfé í þremur bandarískum borgum, Seattle, Minneapolis og Houston. Breytingin tekur gildi í borgunum frá og með deginum í dag en áætlað er að allir bílstjórar Uber í Bandaríkjunum geti nýtt sér valkostinn í lok næsta mánaðar. Vika er síðan framkvæmdastjóri og einn stofnenda Uber, Travis Kalanick, tilkynnti um að hann ætlaði að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum í kjölfar rannsóknar á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Þá var á þriðja tug starfsmanna Uber vikið frá störfum vegna málsins. Innleiðing þjórfjártökunnar er liður í nýrri áætlun Uber sem ber heitið “180 dagar af breytingum fyrir bílstjóra.” Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að henni sé ætlað að “laga og bæta akstursupplifunina.” Tengdar fréttir Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56 Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54 Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Farþegum leigubílaþjónustunnar Uber býðst nú að greiða bílstjórum þjónustunnar þjórfé í gegnum smáforrit fyrirtækisins. Uber kemur þar til móts við bílstjóra sína en þeir hafa lengi barist fyrir því að geta innheimt þjórfé við aksturinn. Bílstjórar Uber hafa beðið lengi eftir því að greiðsla á þjórfé verði innleidd inn í þjónustu fyrirtækisins. Helsti keppinautur Uber, leigubílaþjónustan Lyft, býður upp á þjórfé í smáforriti sínu en bílstjórar Uber hafa löngum sakað vinnuveitanda sinn um að svipta þá greiðslum sem þeir hefðu rétt á að innheimta. Í frétt Guardian segir að leigubílstjórar Uber muni fyrst um sinn aðeins geta tekið við þjórfé í þremur bandarískum borgum, Seattle, Minneapolis og Houston. Breytingin tekur gildi í borgunum frá og með deginum í dag en áætlað er að allir bílstjórar Uber í Bandaríkjunum geti nýtt sér valkostinn í lok næsta mánaðar. Vika er síðan framkvæmdastjóri og einn stofnenda Uber, Travis Kalanick, tilkynnti um að hann ætlaði að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum í kjölfar rannsóknar á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Þá var á þriðja tug starfsmanna Uber vikið frá störfum vegna málsins. Innleiðing þjórfjártökunnar er liður í nýrri áætlun Uber sem ber heitið “180 dagar af breytingum fyrir bílstjóra.” Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að henni sé ætlað að “laga og bæta akstursupplifunina.”
Tengdar fréttir Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56 Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54 Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forstjóri Uber stígur til hliðar Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu. 20. mars 2017 10:56
Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. 11. júní 2017 21:54
Uber áfram til vandræða Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni. 15. júní 2017 07:00