
Stofnandi Uber víkur vegna þrýstings frá hluthöfum

Fleiri af æðstu stjórnendum Uber hafa hrakist úr starfi undanfarna mánuði. Uber hefur meðal annars verið sakað um að blekkja yfirvöld í löndum sem fyrirtækið starfar og koma illa fram við bílstjóra sína samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Steininn tók þó úr þegar í ljós kom að yfirmenn hjá fyrirtækinu höfðu orðið sér út um upplýsingar um fórnarlamb sem bílstjóra þess nauðgaði árið 2014 og skipst á þeim innanhúss.
Þá hefur tuttugu manns verið sagt upp hjá fyrirtækinu vegna yfir tvö hundruð kvartana um kynferðislega áreitni sem borist hefur mannauðsdeild þess.
Kalanick hafði áður greint frá því að hann ætlaði að taka sér ótímabundið leyfi eftir að móðir hans fórst í bátaslysi. Hann mun hins vegar enn sitja í stjórn Uber.
Tengdar fréttir

Forstjóri Uber stígur til hliðar
Jones lætur af störfum eftir einungis sex mánuði hjá fyrirtækinu.

Uber notar leyniforrit til að komast undan stjórnvöldum
Bandaríska leigubílaþjónustan Uber hefur nýtt sér leynilegt forrit til þess að komast undan stjórnvöldum sem vilja koma böndum á starfsemi fyrirtækisins.

Framkvæmdastjóri Uber gæti þurft að stíga til hliðar
Svo gæti farið að Travis Kalanick, framkvæmdastjóri og einn stofnenda leigubílaþjónustunnar Uber verði beðinn að fara í leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu.

Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns
Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins.

Uber fær fyrrverandi dómsmálaráðherra til að rannsaka kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins
Leigubílafyrirtækið Uber hefur fengið Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til þess að rannsaka kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni.

Uber áfram til vandræða
Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni.