Sérstakur og sjálfstæður lögmaður skipaður vegna brunans í Lundúnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2017 20:03 Elísabet drottning og Karl krónprins. Vísir/afp Breska ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan lögmann fyrir íbúa Grenfell-turnsins sem brann í Lundúnum í síðustu viku. Þá heitir stjórnin því að ná sem bestum samningi við Evrópusambandið og nýjum viðskiptasamningum við ríki um allan heim. Elísabet Bretlandsdrotting flutti stefnuræðu Theresu May forsætisráðherra í breska þinginu í dag og fylgdi Karl erfðaprins henni að þessu sinni því eiginmaðurinn Philip var lagður á spítala síðastliðna nótt vegna sýkingar. Ekki er þó talin ástæða til að hafa áhyggjur af Philip, sem er orðinn 96 ára. „Ríkisstjórn mín mun koma á nákvæmri opinberri rannsókn á hinum sorglega bruna í Grenfell-turninum til að komast að orsökum hans og tryggja að viðeigandi lærdómur sé dreginn. Til að styðja við fórnarlömb mun ríkisstjórn mín stíga skref til að koma á embætti sjálstæðs opinbers lögmanns, sem mun fara fyrir syrgjandi fjölskyldum eftir hamfarir og styðja þær við opinberar rannsóknir,“ las drottningin upp úr stefnuræðunni. Þá á að endurskoða hryðjuverkalög landsins eftir hryðjuverkin í Manchester og tryggja að lögregluyfirvöld hafi allar þær heimildir sem þau telja sig þurfa. Fátt nýtt kom hins vegar fram varðandi stefnuna í Evrópumálum annað en tryggja eigi góðan samning við Evrópusambandið. „Ríkisstjórn mín mun leitast við að viðhalda djúpu og sérstöku sambandi við bandamenn okkar í Evrópu og beita sér fyrir viðskiptatengslum um allan heim,“ sagði Elísabet II við þingsetningu í dag. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Breska ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan lögmann fyrir íbúa Grenfell-turnsins sem brann í Lundúnum í síðustu viku. Þá heitir stjórnin því að ná sem bestum samningi við Evrópusambandið og nýjum viðskiptasamningum við ríki um allan heim. Elísabet Bretlandsdrotting flutti stefnuræðu Theresu May forsætisráðherra í breska þinginu í dag og fylgdi Karl erfðaprins henni að þessu sinni því eiginmaðurinn Philip var lagður á spítala síðastliðna nótt vegna sýkingar. Ekki er þó talin ástæða til að hafa áhyggjur af Philip, sem er orðinn 96 ára. „Ríkisstjórn mín mun koma á nákvæmri opinberri rannsókn á hinum sorglega bruna í Grenfell-turninum til að komast að orsökum hans og tryggja að viðeigandi lærdómur sé dreginn. Til að styðja við fórnarlömb mun ríkisstjórn mín stíga skref til að koma á embætti sjálstæðs opinbers lögmanns, sem mun fara fyrir syrgjandi fjölskyldum eftir hamfarir og styðja þær við opinberar rannsóknir,“ las drottningin upp úr stefnuræðunni. Þá á að endurskoða hryðjuverkalög landsins eftir hryðjuverkin í Manchester og tryggja að lögregluyfirvöld hafi allar þær heimildir sem þau telja sig þurfa. Fátt nýtt kom hins vegar fram varðandi stefnuna í Evrópumálum annað en tryggja eigi góðan samning við Evrópusambandið. „Ríkisstjórn mín mun leitast við að viðhalda djúpu og sérstöku sambandi við bandamenn okkar í Evrópu og beita sér fyrir viðskiptatengslum um allan heim,“ sagði Elísabet II við þingsetningu í dag.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira