Harley Davidson að kaupa Ducati? Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2017 09:58 Ducati mótorhjól. Orðið á götunni segir að svo gæti farið að Harley Davidson hyggist kaupa ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati. Ducati er í eigu Audi sem er í eigu Volkswagen Group. Þar á bæ þarf að standa straum af miklum sektum og öðrum kostnaði vegna dísilvélasvindlsins. Allt frá því að svindlið uppgötvaðist hefur verið búist við því að Volkswagen Group selji einhver af sínum minna mikilvægu merkjum. Hvort að það verður Ducati, eitthvað annað merki eða ekkert þeirra liggur ekki enn ljóst fyrir, en heyrst hefur að Harley Davidson hafi lagt inn 1,67 milljarða dollara tilboð í Ducati. Það samsvarar 175 milljörðum króna. Harley Davidson á að hafa fengið bankann Goldman Sachs til að vinna með sér að þessum kaupum. Harley Davidson á næstum helminginn af mótorhjólamarkaðnum í Bandaríkjunum, en hlutdeild þess hefur þó verið að minnka á undanförnum árum. Einnig hefur heyrst að Harley Davidson sé ekki eina fyrirtækið sem hugsað gæti sér að kaupa Ducati og að Bajaj Auto í Indlandi hafi sýnt Ducati mikinn áhuga. Bajaj Auto er stærsti framleiðandi heims á þriggja hjóla mótorhjólum og sjötti stærsti mótorhjólaframleiðandi heims. Fleiri fyrirtæki eru einnig sögð áhugasöm um hituna og þar á meðal Investindustrial, sem seldi Audi Duacati á árinu 2012. Hagnaður Ducati á síðasta ári nam 600 milljón dollurum og því er verðið sem búist er við að Audi, eða öllu heldur Volkswagen Group, seti upp sé um fimmtánfaldur hagnaður þess í fyrra. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent
Orðið á götunni segir að svo gæti farið að Harley Davidson hyggist kaupa ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati. Ducati er í eigu Audi sem er í eigu Volkswagen Group. Þar á bæ þarf að standa straum af miklum sektum og öðrum kostnaði vegna dísilvélasvindlsins. Allt frá því að svindlið uppgötvaðist hefur verið búist við því að Volkswagen Group selji einhver af sínum minna mikilvægu merkjum. Hvort að það verður Ducati, eitthvað annað merki eða ekkert þeirra liggur ekki enn ljóst fyrir, en heyrst hefur að Harley Davidson hafi lagt inn 1,67 milljarða dollara tilboð í Ducati. Það samsvarar 175 milljörðum króna. Harley Davidson á að hafa fengið bankann Goldman Sachs til að vinna með sér að þessum kaupum. Harley Davidson á næstum helminginn af mótorhjólamarkaðnum í Bandaríkjunum, en hlutdeild þess hefur þó verið að minnka á undanförnum árum. Einnig hefur heyrst að Harley Davidson sé ekki eina fyrirtækið sem hugsað gæti sér að kaupa Ducati og að Bajaj Auto í Indlandi hafi sýnt Ducati mikinn áhuga. Bajaj Auto er stærsti framleiðandi heims á þriggja hjóla mótorhjólum og sjötti stærsti mótorhjólaframleiðandi heims. Fleiri fyrirtæki eru einnig sögð áhugasöm um hituna og þar á meðal Investindustrial, sem seldi Audi Duacati á árinu 2012. Hagnaður Ducati á síðasta ári nam 600 milljón dollurum og því er verðið sem búist er við að Audi, eða öllu heldur Volkswagen Group, seti upp sé um fimmtánfaldur hagnaður þess í fyrra.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent