1.000 Porsche 911 GT2 RS seldust á augabragði Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2017 11:19 Porsche 911 GT2 RS þar sem hann á helst heima, þ.e. á akstursbraut. Porsche kynnti nýjan 911 GT2 RS bíl í Los Angeles rétt um daginn og nú þegar eru þau 1.000 eintök af honum seld sem til stendur að smíða af bílnum. Hátt verð bílsins hefur ekki fælt þessa eitt þúsund kaupendur bílsins frá, en þeir þurfa að greiða 260.000 evrur fyrir eintakið, eða tæplega 31 milljón króna. Porsche 911 GT2 RS er enginn letingi með sín 700 hestöfl sem koma frá 3,8 lítra vél með tveimur forþjöppum. Er þetta sama vél og finna má í Porsche 911 Turbo S. Þetta afl dugar honum til að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og ná hámarkshraðanum 341 km/klst. Bíllinn er aðeins 1.500 kíló, en talsverð notkun koltrefja hjálpar til að gera bílinn svo léttan. Porsche 911 GT2 RS er risastóran afturvæng og ýmsar aðrar breytingar frábrugna hefðbundnum 911 bílum sem tryggja að hann liggi eins og klessa á veginum, eða kappakstursbrautunum en þessi bíll er hæfur til brautaraksturs eins og hann kemur frá framleiðanda. Sala þessara 1.000 eintaka af Porsche 911 GT2 RS tryggir Porsche 31 milljarða tekjur, eingöngu af þessari einu bílgerð sem framleidd verður í takmörkuðu magni. Það er þó aðeins dropi í hafið hjá þýska sportbílaframleiðandanum, en í fyrra seldi Porsche 237.778 bíla og þar af 32.409 Porsche 911 bíla. Mest sala Porsche er í Macan, Cayenne og 718 bílunum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Porsche kynnti nýjan 911 GT2 RS bíl í Los Angeles rétt um daginn og nú þegar eru þau 1.000 eintök af honum seld sem til stendur að smíða af bílnum. Hátt verð bílsins hefur ekki fælt þessa eitt þúsund kaupendur bílsins frá, en þeir þurfa að greiða 260.000 evrur fyrir eintakið, eða tæplega 31 milljón króna. Porsche 911 GT2 RS er enginn letingi með sín 700 hestöfl sem koma frá 3,8 lítra vél með tveimur forþjöppum. Er þetta sama vél og finna má í Porsche 911 Turbo S. Þetta afl dugar honum til að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og ná hámarkshraðanum 341 km/klst. Bíllinn er aðeins 1.500 kíló, en talsverð notkun koltrefja hjálpar til að gera bílinn svo léttan. Porsche 911 GT2 RS er risastóran afturvæng og ýmsar aðrar breytingar frábrugna hefðbundnum 911 bílum sem tryggja að hann liggi eins og klessa á veginum, eða kappakstursbrautunum en þessi bíll er hæfur til brautaraksturs eins og hann kemur frá framleiðanda. Sala þessara 1.000 eintaka af Porsche 911 GT2 RS tryggir Porsche 31 milljarða tekjur, eingöngu af þessari einu bílgerð sem framleidd verður í takmörkuðu magni. Það er þó aðeins dropi í hafið hjá þýska sportbílaframleiðandanum, en í fyrra seldi Porsche 237.778 bíla og þar af 32.409 Porsche 911 bíla. Mest sala Porsche er í Macan, Cayenne og 718 bílunum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent