Kia Stonic gegn Nissan Juke og Toyota C-HR Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2017 10:22 Kia Stonic er sportlegur og með smáar rúður. Kia mun setja þennan smáa jeppling á markað seinna á þessu ári og ber hann vinnuheitið Kia Stonic. Forvitnilegt verður reyndar að sjá hvort hann verður markaðssettur undir því nafni. Þessum bíl verður att gegn Nissan Juke og Toyota C-HR bílunum sem báðir eru af minni gerð jepplinga. Ekki kemur á óvart að einmitt þessi stærð jepplings sé næsti nýi bíll Kia, en bílar í þessum flokki eru einkar vinsælir um allan heim nú. Hönnun Kia Stonic er djarfleg, líkt og á einmitt við bæði Nissan Juke og Toyota C-HR bílana og svo virðist sem í þessum flokki bíla þori bílaframleiðendur hvað mest að sýna djarfleika í hönnun. Að innan minnir útlitið mjög á nýja kynslóð Kia Rio fólksbílsins og segja má reyndar að hann sé mjög nálægt því að vera alveg eins. Má því búast við að Kia sé að spara sér mikið fé í því að halda þessum tveimur bílum svo til með sama útliti og það skýrir ef til vill líka hversu stutt er í útkomu þessa flotta bíls. Kia ætlar að bjóða kaupendum að persónugera Stonic að meira marki en Kia hefur áður boðið með margskonar litaútfærslum að innan, nokkrum útlitsíhlutum til skreytingar, mörgum gerðum af felgum og vali um marga liti að utan. Allur hinn laglegasti.Innréttingin svo til eins og í nýjum Kia Rio, stílhrein og einföld. Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent
Kia mun setja þennan smáa jeppling á markað seinna á þessu ári og ber hann vinnuheitið Kia Stonic. Forvitnilegt verður reyndar að sjá hvort hann verður markaðssettur undir því nafni. Þessum bíl verður att gegn Nissan Juke og Toyota C-HR bílunum sem báðir eru af minni gerð jepplinga. Ekki kemur á óvart að einmitt þessi stærð jepplings sé næsti nýi bíll Kia, en bílar í þessum flokki eru einkar vinsælir um allan heim nú. Hönnun Kia Stonic er djarfleg, líkt og á einmitt við bæði Nissan Juke og Toyota C-HR bílana og svo virðist sem í þessum flokki bíla þori bílaframleiðendur hvað mest að sýna djarfleika í hönnun. Að innan minnir útlitið mjög á nýja kynslóð Kia Rio fólksbílsins og segja má reyndar að hann sé mjög nálægt því að vera alveg eins. Má því búast við að Kia sé að spara sér mikið fé í því að halda þessum tveimur bílum svo til með sama útliti og það skýrir ef til vill líka hversu stutt er í útkomu þessa flotta bíls. Kia ætlar að bjóða kaupendum að persónugera Stonic að meira marki en Kia hefur áður boðið með margskonar litaútfærslum að innan, nokkrum útlitsíhlutum til skreytingar, mörgum gerðum af felgum og vali um marga liti að utan. Allur hinn laglegasti.Innréttingin svo til eins og í nýjum Kia Rio, stílhrein og einföld.
Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent