Tesla orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 09:25 Tesla Model X. Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent
Þegar verðmæti Tesla á hlutabréfmarkaði fór upp fyrir Ford og General Motors ráku margir upp stór augu, en nú hefur verðmæti Tesla enn vaxið og farið upp fyrir BMW og er fyrir vikið orðið fjórða verðmætasta bílafyrirtæki heims. Hlutabréfverð Tesla jókst í síðustu viku um 1,9% og fór upp fyrir verðmæti BMW sem nú stendur í 61,3 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.130 milljörðum króna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að Tesla hafi svo til aldrei skilað hagnaði, að minnsta kosti ekki á heilu ári, þó svo það hafi gerst á einum ársfjórðungi. Framleiðsla Tesla er heldur ekki svo mikil og seldi Tesla aðeins 80.000 bíla í fyrra. Á meðan seldi 2,4 milljón bíla og hagnaðist um 7,7 milljarða bandaríkjadala, eða 770 milljarða króna. Í fyrra tapaði Tesla 725 milljónum bandaríkjadala, eða 72,5 milljörðum króna. Fjárfestar sjá hins vegar framtíð fólgna í rafmagnsbílasölu, en ekki í framleiðslu bíla með brunavélar og það skýrir verðmæti Tesla og trúna á framtíð þess.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent