Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2017 09:00 Veitt við fossinn Skugga í Langá á Mýrum Mynd: SVFR Langá á Mýrum er líklega síðustu Borgarfjarðaránna til að opna en veiði hefst í henni þann 20. júní og það stefnir í spennandi opnun. Það sem gerir opnunina núna sérstaklega spennandi er að skoða fyrstu tölur úr laxateljaranum við fossinn Skugga en þessa dagana er það mikið vatn í ánni að langflestir laxarnir sem ganga í Langá fara stigann frekar er fossinn. Teljarinn fór niður fyrir fáum dögum og þegar það var rýnt í hann í gær var hann kominn í 133 laxa á rétt þremur dögum sem er mun meira en von er á á þessum árstíma. Það sem gerir þetta síðan ennþá meira spennandi er að skoða stærðirnar á löxunum sem eru gengnir en þar eru 70 tveggja ára laxar eða um helmingur göngunnar og svoleiðis hlutföll hafa hingað til verið fáheyrð í ánni. Langá fær að öllu jöfnu sínar fyrstu almennilegu göngur á Jónsmessustraumnum en göngurnar í hana geta verið nokkuð jafnar og reglulegar alveg fram í lok júlí þegar það dregur aðeins úr þeim. Þetta sást vel t.d. sumarið 2015 þegar nokkur kraftur kom í göngurnar síðustu vikuna í júlí en það ár var eitt af bestu árum í Langá frá upphafi. Langá opnar 20. júní og það verður fróðlegt að sjá hvernig veiðin verður á fyrstu vaktinni. Þess má geta að það er einn lax þegar gengin í gegnum efri laxateljarann upp á Fjall við Sveðjufoss. Mest lesið Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði Bleikjan kemur með bruminu á birkinu Veiði
Langá á Mýrum er líklega síðustu Borgarfjarðaránna til að opna en veiði hefst í henni þann 20. júní og það stefnir í spennandi opnun. Það sem gerir opnunina núna sérstaklega spennandi er að skoða fyrstu tölur úr laxateljaranum við fossinn Skugga en þessa dagana er það mikið vatn í ánni að langflestir laxarnir sem ganga í Langá fara stigann frekar er fossinn. Teljarinn fór niður fyrir fáum dögum og þegar það var rýnt í hann í gær var hann kominn í 133 laxa á rétt þremur dögum sem er mun meira en von er á á þessum árstíma. Það sem gerir þetta síðan ennþá meira spennandi er að skoða stærðirnar á löxunum sem eru gengnir en þar eru 70 tveggja ára laxar eða um helmingur göngunnar og svoleiðis hlutföll hafa hingað til verið fáheyrð í ánni. Langá fær að öllu jöfnu sínar fyrstu almennilegu göngur á Jónsmessustraumnum en göngurnar í hana geta verið nokkuð jafnar og reglulegar alveg fram í lok júlí þegar það dregur aðeins úr þeim. Þetta sást vel t.d. sumarið 2015 þegar nokkur kraftur kom í göngurnar síðustu vikuna í júlí en það ár var eitt af bestu árum í Langá frá upphafi. Langá opnar 20. júní og það verður fróðlegt að sjá hvernig veiðin verður á fyrstu vaktinni. Þess má geta að það er einn lax þegar gengin í gegnum efri laxateljarann upp á Fjall við Sveðjufoss.
Mest lesið Hvað á taumurinn að vera langur? Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Síðasta holl með 70 laxa í Grímsá Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Leyfi í Blöndu og Svartá komin á Veiða.is Veiði Bleikjan kemur með bruminu á birkinu Veiði