Lengri sumarlokanir í verksmiðjum GM vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2017 10:26 Úr einni verksmiðju General Motors í Bandaríkjunum. Dræm sala fólksbíla General Motors mun leiða til lengri sumarlokana í verksmiðjum fyrirtækisins í sumar. Dæmi um það er verksmiðja GM í Ohio sem framleiðir Chevrolet Cruze bílinn en þar var meiningin að loka í 2 vikur í sumar en ákveðið hefur verið að framlengja lokunina í 5 vikur. Það sama á við um verksmiðju GM í Kentucky þar sem Chevrolet Malibu bíllinn er framleiddur. Lokanirnar verða í tveimur síðustu vikum júní og fyrstu 3 vikum júlí. Ekki er það sama upp á teningnum í verksmiðjum GM sem framleiða jepplinga, jeppa eða pallbíla. Sala Chevrolet Malibu hefur minnkað um 30% á þessu ári og munar um minna. General Motors hefur einnig brugðist við minnkandi sölu fólksbíla sinna með því að fækka vöktum í verksmiðjum sínum, úr þremur í tvær. Hjá GM er gert ráð fyrir því að í þeim verksmiðjum sem framleiddir eru fóksbílar muni starfsemin í æ meira mæli verða færð til framleiðslu jepplinga, jeppa og pallbíla. Í byrjun júní átti GM 95 daga birgðir af bílum og hafði sú tala farið niður úr 97 dögum í byrjun maí, en er samt talsvert hærri en hjá öðrum bílaframleiðendum. Eftir 7 ára stöðuga aukningu í bílasölu í Bandaríkjunum hefur sala bíla minnkað það sem af er ári um 2%. Sala fólksbíla GM hefur á þessum tíma minnkað um 13%, en á móti kemur að sala á jepplingu, jeppum og pallbílum fyrirtækisins hefur aukist um 4,1%. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent
Dræm sala fólksbíla General Motors mun leiða til lengri sumarlokana í verksmiðjum fyrirtækisins í sumar. Dæmi um það er verksmiðja GM í Ohio sem framleiðir Chevrolet Cruze bílinn en þar var meiningin að loka í 2 vikur í sumar en ákveðið hefur verið að framlengja lokunina í 5 vikur. Það sama á við um verksmiðju GM í Kentucky þar sem Chevrolet Malibu bíllinn er framleiddur. Lokanirnar verða í tveimur síðustu vikum júní og fyrstu 3 vikum júlí. Ekki er það sama upp á teningnum í verksmiðjum GM sem framleiða jepplinga, jeppa eða pallbíla. Sala Chevrolet Malibu hefur minnkað um 30% á þessu ári og munar um minna. General Motors hefur einnig brugðist við minnkandi sölu fólksbíla sinna með því að fækka vöktum í verksmiðjum sínum, úr þremur í tvær. Hjá GM er gert ráð fyrir því að í þeim verksmiðjum sem framleiddir eru fóksbílar muni starfsemin í æ meira mæli verða færð til framleiðslu jepplinga, jeppa og pallbíla. Í byrjun júní átti GM 95 daga birgðir af bílum og hafði sú tala farið niður úr 97 dögum í byrjun maí, en er samt talsvert hærri en hjá öðrum bílaframleiðendum. Eftir 7 ára stöðuga aukningu í bílasölu í Bandaríkjunum hefur sala bíla minnkað það sem af er ári um 2%. Sala fólksbíla GM hefur á þessum tíma minnkað um 13%, en á móti kemur að sala á jepplingu, jeppum og pallbílum fyrirtækisins hefur aukist um 4,1%.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent