Í eldhúsi Evu: Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum Eva Laufey skrifar 17. júní 2017 15:00 Frábær réttur fyrir þá sem vilja njóta morgunsins. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri morgunverðarböku. Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum 1 msk ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marin 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesan ostur Aðferð: Hitið ofninn i 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikonkurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn ásamt því að rífa duglega niður af parmesan osti. Dögurður Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri morgunverðarböku. Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum 1 msk ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marin 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesan ostur Aðferð: Hitið ofninn i 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikonkurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn ásamt því að rífa duglega niður af parmesan osti.
Dögurður Eva Laufey Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið