4 milljónir Skoda Fabia Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 12:24 Bíl númer 4.000.000 af Skoda Fabia fagnað í Tékklandi. Í verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi var í vikunni framleitt 4 milljónasta eintakið af Skoda Fabia bílnum. Það tók 18 ár að framleiða þennan mikla fjölda en sala á Fabia hófst árið 1999. Hann er nú af þriðju kynslóð og í leiðinni fögnuðu starfsmenn verksmiðjunnar því að af þeirri kynslóð hafa nú verið framleiddir 500.000 bílar. Fyrsta kynslóð Fabia var framleidd í 1.790.000 eintökum milli 1999 og 2007. Önnur kynslóðin var framleidd í 1.710.000 eintökum árin 2007 til 2014. Eintakið sem fyllti 4.000.000 mælinn er hvítur langbakur í dýrustu Monte Carlo útfærslunni. Fyrir skömmu bættist við nýr kostur í vélarvali í Fabia, eða 1,0 lítra og þriggja strokka bensínsvél sem skilar 110 hestöflum, er 6% eyðslugrennir en 1,2 lítra vélin en samt öflugri. Hún er að auki 10 kílóum léttari og því batna aksturseiginleikarnir í leiðinni. Sala á Fabia jókst um 4,5% í maí og seldi Skoda þá 18.600 Fabia bíla. Það bendir til þess að árssalan á bílnum sé um 220.000 eintök og því gæti Skoda fagnað 5 milljónasta eintakinu eftir rúmlega fjögur ár. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Í verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi var í vikunni framleitt 4 milljónasta eintakið af Skoda Fabia bílnum. Það tók 18 ár að framleiða þennan mikla fjölda en sala á Fabia hófst árið 1999. Hann er nú af þriðju kynslóð og í leiðinni fögnuðu starfsmenn verksmiðjunnar því að af þeirri kynslóð hafa nú verið framleiddir 500.000 bílar. Fyrsta kynslóð Fabia var framleidd í 1.790.000 eintökum milli 1999 og 2007. Önnur kynslóðin var framleidd í 1.710.000 eintökum árin 2007 til 2014. Eintakið sem fyllti 4.000.000 mælinn er hvítur langbakur í dýrustu Monte Carlo útfærslunni. Fyrir skömmu bættist við nýr kostur í vélarvali í Fabia, eða 1,0 lítra og þriggja strokka bensínsvél sem skilar 110 hestöflum, er 6% eyðslugrennir en 1,2 lítra vélin en samt öflugri. Hún er að auki 10 kílóum léttari og því batna aksturseiginleikarnir í leiðinni. Sala á Fabia jókst um 4,5% í maí og seldi Skoda þá 18.600 Fabia bíla. Það bendir til þess að árssalan á bílnum sé um 220.000 eintök og því gæti Skoda fagnað 5 milljónasta eintakinu eftir rúmlega fjögur ár.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent