Fiat Chrysler kært fyrir dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 10:30 Jeep Grand Cherokee. Bandarísk yfirvöld hafa ákært Fiat Crysler Automobiles fyrir notkun á hugbúnaði sem felur raunverulega mengun dísilbíla þeirra. Fiat Chrysler neitar öllum ásökunum öndvert við Volkswagen sem viðurkenndi notkun slíks búnaðar. Fiat hefur unnið með Environmental Protection Agency (EPA) og yfirvöldum í Kaliforníu vegna rannsóknar á ætluðum svindlhugbúnaði í 2014-2016 árgerðunum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum, en rannsókn á þeim hefur leitt í ljós svindlhugbúnað í þessum bílum. Við þessar fréttir féllu hlutabréf í Fiat Chrysler um 4,1%. Ákæran nær einnig til dótturfyrirtækis Fiat Chrysler, V.M. Motori SpA, en það fyrirtæki þróaði vélbúnaðinn í þessa bíla. Fiat Chrysler keypti helming hlutabréfa í V.M. Motori SpA árið 2010 og allt hlutafé þess árið 2013. EPA segir að hæsta sekt sem leggja má á fyrir þetta svindl ef satt reynist sé 4,6 milljarðar dollara, eða 460 milljarðar króna. Ákæran nú varðar sölu á 104.000 bílum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum. Til samaburðar hefur Volkswagen samþykkt að greiða 25 milljarða dollara vegna dísilvélasvindl þess vegna bíla sem seldir voru í Bandaríkjunum, en það varðaði sölu á 500.000 bílum. Yfirvöld í Þýskalandi hafa einnig ásakað Mercedes Benz fyrir að gefa upp rangar mengunartölur fyrir dísilbíla sína sem seldir voru þar í landi. Það er því ekki bjart yfir dísilbílaframleiðendum víða um heiminn nú og hætt við því að framleiðsla dísilvéla muni svo gott sem leggjast af í fólksbílum á næstu árum. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent
Bandarísk yfirvöld hafa ákært Fiat Crysler Automobiles fyrir notkun á hugbúnaði sem felur raunverulega mengun dísilbíla þeirra. Fiat Chrysler neitar öllum ásökunum öndvert við Volkswagen sem viðurkenndi notkun slíks búnaðar. Fiat hefur unnið með Environmental Protection Agency (EPA) og yfirvöldum í Kaliforníu vegna rannsóknar á ætluðum svindlhugbúnaði í 2014-2016 árgerðunum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum, en rannsókn á þeim hefur leitt í ljós svindlhugbúnað í þessum bílum. Við þessar fréttir féllu hlutabréf í Fiat Chrysler um 4,1%. Ákæran nær einnig til dótturfyrirtækis Fiat Chrysler, V.M. Motori SpA, en það fyrirtæki þróaði vélbúnaðinn í þessa bíla. Fiat Chrysler keypti helming hlutabréfa í V.M. Motori SpA árið 2010 og allt hlutafé þess árið 2013. EPA segir að hæsta sekt sem leggja má á fyrir þetta svindl ef satt reynist sé 4,6 milljarðar dollara, eða 460 milljarðar króna. Ákæran nú varðar sölu á 104.000 bílum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum. Til samaburðar hefur Volkswagen samþykkt að greiða 25 milljarða dollara vegna dísilvélasvindl þess vegna bíla sem seldir voru í Bandaríkjunum, en það varðaði sölu á 500.000 bílum. Yfirvöld í Þýskalandi hafa einnig ásakað Mercedes Benz fyrir að gefa upp rangar mengunartölur fyrir dísilbíla sína sem seldir voru þar í landi. Það er því ekki bjart yfir dísilbílaframleiðendum víða um heiminn nú og hætt við því að framleiðsla dísilvéla muni svo gott sem leggjast af í fólksbílum á næstu árum.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent